Nokkrar gamlar
Formaður Brautarinnar fékk sendar þrjár gamlar myndir úr umferðinni í Reykjavík. Sumt breytist ekki.
Formaður Brautarinnar fékk sendar þrjár gamlar myndir úr umferðinni í Reykjavík. Sumt breytist ekki.
Svonefnd núllsýn verður aðalefni umferðarþingsins sem haldið verður á Grand Hótel Reykjavík, fimmtudaginn 25. nóvember næstkomandi. Dagskrá þingsins er að finna á vefsíðunni www.us.is. Þar er einnig hægt að skrá sig á þingið en skráningu lýkur 23. nóvember. Claes Tingvall hefur starfað að umferðaröryggismálum í heimalandi sínu Svíþjóð og víðar um heim frá árinu 1976. [...]
Brautin - bindindisfélag ökumanna er aðili að verkefninu "Vika 43" sem fer fram ní vikunni. Vikan hefst formlega á morgun, þriðjudaginn 26. október, með athöfn í Þjóðleikhúsinu kl. 15:15. Þá verður yfirlýsing vikunnar undirrituð og leiksýningin Hvað EF frumsýnd. Vika 43 er vettvangur félagasamtaka sem vilja leggja forvörnum lið og/eða hafa forvarnir að markmiði starfs [...]
Í gær, laugardaginn 18. september, var Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni haldin við Borgartún í Reykjavík. Keppnin var öllum opin og tóku 19 þátt: 4 konur og 15 karlar. Keppnin var spennandi og hart barist um efstu sætin, bæði karla- og kvennamegin. Eftir að hafa ekið í gegnum fjögur þrautaplön og svarað sautján umferðarspurningum munaði aðeins 5 refsistigum á 1. og 2. sæti í kvennariðli. Sömuleiðis skildu aðeins nokkur refsistig að 2-4. sæti í karlariðli, en þó var sigur Íslandsmeistarans afgerandi.
Nú hafa þrautaplön fyrir Ökuleikni 2010 verið birt á vefnum. Hægt er að nálgast þau með því heimsækja slóðina https://www.brautin.is/okuleikni/plan2010/.
[singlepic id=8 w=320 h=240 float=right]Þessa stundina er unnið hörðum höndum að því að búa til þrautaplan fyrir Íslandsmeistarakeppnina í ÖKULEIKNI sem fer fram þann 18. september. Fylgist með því á næstu dögum munu þruataplönin birtast hér á vefnum og þá er hægt að byrja að æfa sig...
Laugardaginn 18. september nk. verður haldin opin Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni. Keppnin verður haldin á svæði Ökukennarafélags Íslands við Kirkjusand í Reykjavík (þar sem strætó var áður með aðstöðu). Keppt er í kvennariðli og karlariðli og veitt verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í hvorum riðli. Einnig er keppendum heimilt að mynda lið og verða veitt sérstök [...]
Nú eru miklar ferðahelgar framundan sem hefur í för með sér mjög aukna umferð á vegum. á Þessi árstími hefur oft reynst erfiður í umferðinni og má nefna að árið 2006 létust 8 einstaklingar í umferðarslysum í ágúst mánuði einum saman, þar af 5 sem voru 26 ára eða yngri. Mikill árangur hefur náðst í [...]
Verum vakandi - vakningaátak meðal foreldra um skaðsemi kannabis hefst á degi Sameinuðu þjóðanna gegn fíkniefnum – 26. júní 2010 en Sameinuðu þjóðirnar ákváðu í desember 1987 að tileinka 26. júní ár hvert alþjóðlegri baráttu gegn fíkniefnum (International Day against Drug Abuse and Illicit Trafficking) til þess að vekja athygli á fíkniefnavandanum og hvetja til samstarfs í fíkniefnamálum.
Aðalfundur Brautarinnar - bindindisfélags ökumanna verður haldinn þriðjudaginn 18. maí kl. 18:00 í Forvarnahúsinu, Kringlunni 3. Á dagskrá eru venjubundin aðalfundarstörf eins og segir í lögum félagsins. Skýrsla stjórnar fyrir síðastliðið starfsár. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar. Reikningsárið er almanaksárið. Stjórnarkjör. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga og einn til vara. Ákvörðun félagsgjalda. Önnur mál.
Öllum ökunemum er nú skylt að fara eina bílveltu í sérstökum veltibíl til að þeir upplifi á eigin skinni hversu lífsnauðsynleg bílbeltin eru. Síðustu 15 ár hafa Umferðarstofa, Forvarnarhús Sjóvár og Brautin - bindindisfélag ökumanna haft á einum veltibíl að skipa sameiginlega en í dag vænkaðist hagur þeirra til muna þegar Hekla afhenti þeim tvo [...]
Brautin - bindindisfélag ökumanna óskar félagsmönnum sínum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Félagið þakkar samfylgdina á líðandi ári. Nú rétt fyrir jólin fengu félagar bréf þar sem kynntur var samningur sem félagið hefur gert við N1 um afslátt fyrir félagsmenn. Er þetta sérlega jákvætt þegar verðhækkanir dynja yfir þjóðina. [...]
Umferðarráð hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun:230. fundur Umferðarráðs haldinn þann 10. desember 2009 hvetur alla vegfarendur til að sýna fyllstu árvekni í umferðinni. Sérstaklega bendir Umferðarráð öllum á að akstur undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna er helsta orsök alvarlegra umferðarslysa. Á aðventunni og um jólin gera margir sér dagamun þar sem áfengi er [...]