Brautin – bindindisfélag ökumanna óskar félagsmönnum sínum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Félagið þakkar samfylgdina á líðandi ári.
Nú rétt fyrir jólin fengu félagar bréf þar sem kynntur var samningur sem félagið hefur gert við N1 um afslátt fyrir félagsmenn. Er þetta sérlega jákvætt þegar verðhækkanir dynja yfir þjóðina. Þeir félagar sem greitt hafa félagsgjald geta fengið afsláttinn.
Félagið vekur athygli á SÍKRIT sem er hátíðardrykkur 2010, að sjálfsögðu óáfengur. Uppskriftina má nálgast hér.

Guðmundur Karl Einarsson

24. desember 2009 12:08