Íslandsmeistarar í Ökuleikni 2010.
Íslandsmeistarar í Ökuleikni 2010.

Íslandsmeistarar í Ökuleikni 2010. Gunnar Örn Angantýsson og Hulda Lind Stefánsdóttir

Í gær, laugardaginn 18. september, var Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni haldin við Borgartún í Reykjavík. Keppnin var öllum opin og tóku 19 þátt: 4 konur og 15 karlar. Keppnin var spennandi og hart barist um efstu sætin, bæði karla- og kvennamegin. Eftir að hafa ekið í gegnum fjögur þrautaplön og svarað sautján umferðarspurningum munaði aðeins 5 refsistigum á 1. og 2. sæti í kvennariðli. Sömuleiðis skildu aðeins nokkur refsistig að 2-4. sæti í karlariðli, en þó var sigur Íslandsmeistarans afgerandi.

Íslandsmeistari kvenna 2010 í Ökuleikni er Hulda Lind Stefánsdóttir með 572 refsistig. Aðeins 7 stigum á eftir henni kom svo marg reyndur Ökuleikni keppandi, Guðný Guðmundsdóttir með 579 refsistig. Íslandsmeistari karla 2010 í Ökuleikni er Gunnar Örn Angantýsson með aðeins 329 refsistig. Í öðru sæti í karlariðli varð svo Íslandsmeistarinn frá árinu 2009, Ævar Sigmar Hjartarson, með 376 refsistig. Annar reyndur keppandi, Garðar Ólafsson, varð svo í 3. sæti með 390 refsistig. Garðar varð tvisvar Íslandsmeistari fyrir rúmum 20 árum og fékk þá bíl í verðlaun.

no images were found

Keppendum gafst einnig kost á að mynda lið og voru sex lið skráð í keppnina. Þar varð lið Go2 flutninga ehf. hlutskarpast, en það skipupu Guðný Guðmundsóttir, Ævar Sigmar Hjartarsson og Garðar Ólafsson. Þá var boðið upp á létta Ökuleikni á Vespu sem Hekla lánaði og reyndu margrir fyrir sér þar. Vespubrautin var ekki hluti af Íslandsmeistarakeppninni en engu að síður voru veitt verðlaun fyrir besta árangurinn og var það ökukennarinn Lárus Wöhler sem stóð sig best. Sennilega eins gott því Lárus kennir á vélhjól.
Ökuleikni 2010 er haldin af Brautinni – bindindisfélagi ökumanna í samstarfi við Ökukennarafélag Íslands sem lánaði aðstöðu og úbjó umferðarspurningar, Heklu sem lánaði VW Polo til að keppa á, gaf verðlaun og lánaði Vespu, Vífilfell sem gaf öllum á svæðinu Coke Zero og N1 sem gaf verðlaunahöfum eldsneytisúttekt.
Ég er mjög ánægður með þátttökuna í dag. Við teljum að Ökuleiknin sé afar jákvæð leið til að vekja athygli á góðum akstursvenjum, enda þurfa keppendur að vanda sig hið ítrasta. Jafnframt notum við gjarnan keppnina til að benda á ýmis atriði sem snúa að umferðinni. Þannig þurftu keppendur í gær að aka í gegnum eina þraut með vatnsglas á borðtennisspaða út um gluggann. Eins og gefur að skilja hægði þetta verulega á keppendum og sumir reyndar misstu glasið. Tilgangurinn var að benda á hve mikilvægt það er að hafa fulla athygli við aksturinn og ekki er góð hugmynd að vera að gera eitthvað annað undir stýri, eins og t.a.m. borða eða tala í farsíma.
Guðmundur Karl Einarsson, framkvæmdastjóri Brautarinnar
Úrslit 2010 pdf skjal

Guðmundur Karl Einarsson

19. september 2010 02:03