Fréttir2025-05-28T23:43:37+00:00

Hvenær kemur pabbi heim?

„Var það nokkuð pabbi sem maðurinn í útvarpinu var að tala um þegar ölvaður bílstjóri olli slysi og báðir bílsjórarnir liggja nú á spítalanum? Mamma hvenær kemur hann heim?” Nú þegar jólin nálgast eykst verulega hætta á ölvunarakstri í umferðinni. Tölur lögreglu segja það mjög skýrt. Nánast daglega heyrast fregnir af því að ökumenn hafi verið teknir undir áhrifum. Það hefur aukist að fólk fari á jólahlaðborð og fá sér bjór eða annað áfengt með matnum og aka svo heim á eftir. „Þetta var nú bara kannski einn eða tveir, það hlýtur að vera í lagi, ég er örugglega undir mörkunum“ má heyra stundum.

By |17. desember 2010 | 13:15|

FÍB hlýtur Umferðarljósið

Á Umferðarþingi 2010 sem fór fram á Grand Hótel þann 25. nóvember var Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) veitt sérstök viðurkenning fyrir starfs sitt í þágu umferðaröryggis. Umferðarljósið, viðurkenning Umferðarráðs, er veitt annað hvert [...]

By |26. nóvember 2010 | 12:01|

Áskorun Viku 43 – afhend dóms- og mannréttindaráðherra

Ögmundur Jónasson dóms- og mannréttindaráðherra var nýverið viðstaddur opnun Vímuvarnaviku 2010 (Viku 43) í Þjóðeikhúsinu. Við þá opnun var undirrituð Áskorun Viku 43 af fulltrúum 22 frjálsra grasrótarsamtaka um mikilvægi samstarfs í vímuvörnum og fræðsluátaks um skaðsemi kannabis. Þessi undirritaða áskorun var afhend stjórnvöldum í dag og tók dóms- og mannréttindaráðherra, Ögmundur Jónasson, við henni fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands.

By |15. nóvember 2010 | 14:22|

Umferðarþing 2010

Svonefnd núllsýn verður aðalefni umferðarþingsins sem haldið verður á Grand Hótel Reykjavík, fimmtudaginn 25. nóvember næstkomandi.  Dagskrá þingsins er að finna á vefsíðunni www.us.is. Þar er einnig hægt að skrá sig á þingið en skráningu [...]

By |29. október 2010 | 09:34|

Vika 43

Brautin - bindindisfélag ökumanna er aðili að verkefninu "Vika 43" sem fer fram ní vikunni. Vikan hefst formlega á morgun, þriðjudaginn 26. október, með athöfn í Þjóðleikhúsinu kl. 15:15. Þá verður yfirlýsing vikunnar undirrituð og [...]

By |25. október 2010 | 21:36|

Að pína bílinn

Ágæt aðferð til þess að skemma hreyfilinn Umferð. 1. tbl. febrúar 1958. Útgefandi: Bindindisfélag ökumanna Á hinni miklu vélaöld, sem vér nú lifum á, með t. d. yfir 100 milljónir bíla í notkun, [...]

By |22. október 2010 | 13:50|
Go to Top