Molar

Home/Molar

Mini lagt í stæði á heims­meti

Vart líður sú vika að ekki sé reynt að setja heims­met ein­hvers kon­ar, allt í þeim til­gangi að kom­ast á spjöld Heims­meta­bók­ar Guinn­ess. Í síðustu viku gerði bresk­ur ökumaður að nafni Al­asta­ir Moffat met með því að leggja Mini á fleygi­ferð aft­urá­bak í stæði sem var aðeins 34 sentí­metr­um lengra en bíll­inn sjálf­ur. Sló hann [...]

By |2016-12-30T00:12:05+00:0016. nóvember 2015 | 09:01|

Bílbelti bjarga þriggja manna fjölskyldu

Þriggja manna fjölskylda lenti í skelfilegri lífreynslu þegar bíll þeirra valt á Möðrudalsöræfum, um 80 kílómetra frá Egilsstöðum, í gær. „Það sem bjargaði okkur voru bílbeltin og biðla ég til ykkar að spenna þau ávallt samviskusamlega og eins að passa að bílstólar séu ávallt rétt spenntir.“ segir fjölskyldufaðirinn.

By |2016-12-30T00:12:05+00:0023. apríl 2015 | 21:27|

Konur betri bílstjórar en karlar

Konur eru betri bílstjórar en karlar samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð hefur verið í Noregi. Konur taka minni áhættu og eru öruggari ökumenn. Karlar aftur móti valda flestum slysum, eru óþolinmóðir, uppstökkir og taka framúr öðrum bílum.

By |2016-12-30T00:12:05+00:0031. mars 2015 | 09:36|

Rétta mús­ík­in kall­ar fram betri bíl­stjóra

Röng og alltof hátt glymj­andi tónlist – harðir og áreitn­ir tón­ar og alltof hraður takt­ur – kall­ar fram púk­ann í bíl­stjór­um. Rétt tónlist og ekki of hátt stillt bæt­ir hins veg­ar öku­menn, ger­ir þá blíða sem engla og nær­gætna. Þetta eru niður­stöður ít­rekaðra rann­sókna, nú síðast á veg­um bíla­leigu­fyr­ir­tæk­is­ins Europcar í Svíþjóð. Fékk það hljóðfræðing [...]

By |2014-06-14T01:44:22+00:0010. júní 2014 | 12:41|

Fáir víkja fyrir sjúkrabílum

Björn Halldórsson sjúkraflutningamaður á Kópaskeri telur að of algengt sé að bílstjórar sem mæta sjúkrabílum eða lögreglubílum í forgangsakstri haldi sínum hraða og gefi ekki meirihluta af veginum heldur en venjulega. „Í fyrrakvöld fór ég í akstur og það voru mjög fáir sem viku vel og hægðu á sér eins og maður vill að þetta [...]

By |2016-12-30T00:12:14+00:0010. ágúst 2012 | 18:12|

Enginn deyi í Volvo eftir 2020

Frá 2020 er stefnt að því að enginn láti lífið eða slasist alvarlega í Volvo. Ný tækni gerir bílnum m.a. kleift að lesa umferðarskilti, „sjá" vegfarendur og nauðhemla ef bílstjórinn gerir það ekki. Anders Eugensson framkvæmdastjóri hjá Volvo, sem staddur er hér á landi, segir fullkomlega raunhæft að stefna að slysalausri framtíð í Volvo. Fjórum [...]

By |2016-12-30T00:12:14+00:0013. júní 2012 | 08:41|

Loftpúðar í Volvo fyrir gangandi vegfarendur

Í fyrsta skipti er kominn á markað loftpúði fyrir gangandi vegfarendur sem er staðalbúnaður í öllum nýjum Volvo V40. Honum er ætlað að hjálpa Volvo að ná markmiði sínu um að enginn látist eða slasist alvarlega í Volvo bíl framleiddum eftir árið 2020. Þessi byltingarkenndi loftpúði er innleiddur aðeins einu ári eftir að Volvo hóf [...]

By |2016-12-30T00:12:16+00:0024. maí 2012 | 13:00|

Öndunarmælar í öll ökutæki

Frönsk stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á umferðaröryggi á undanförnum árum, með góðum árangri. Nú hafa verið samþykkt lög þess efnis að öndunarmælir sem mælir áfengismagn í blóði ökumanna skuli vera í öllum vélknúnum ökutækjum, sem eru í umferð þar í landi frá og með 1. júlí næstkomandi. Þar er átt við bæði bíla og [...]

By |2016-12-30T00:12:16+00:0016. mars 2012 | 10:06|

Ökumaðurinn að skipta um mynddisk

Börn sem lifðu af rútuslysið í svissnesku Ölpunum í fyrrakvöld hafa borið um að ökumaðurinn hafi verið að skipta um mynddisk, og setja í þar til gerðan spilara þegar áreksturinn varð. Staðfest hefur verið, að þetta sé til skoðunar við rannsókn málsins. Alls voru 52 um borð í rútunni þegar slysið varð en börnin höfðu [...]

By |2016-12-30T00:12:16+00:0015. mars 2012 | 23:11|

Heilabilun af völdum áfengisneyslu

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að vistmaður á Landakotsspítala í Reykjavík verði sviptur sjálfræði. Maðurinn er haldinn heilabilun sem stafar af langvinnri og þungri áfengisneyslu. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í síðasta mánuði segir að börn mannsins fari fram á sviptingu sjálfræðis. Lagt var fyrir dóminn vottorð yfirlæknis á heilabilunardeild Landspítala en [...]

By |2016-12-30T00:12:16+00:0015. mars 2012 | 12:41|
Go to Top