Þann 16. júní verður haldin opin Ökuleikni á Akureyri. Keppnin er hluti af Bíladögum á Akureyri og er öllum með gild ökuréttindi heimil þátttaka.

Keppnin stendur kl. 11:00 – 14:00. Á því tímabili geta þeir sem vilja taka þátt mætt á svæðið og farið hring í brautinni. Verðlaunaafhendin verður í lokin.

Keppnin gengur út á að aka í gegnum þrautaplan á sem skemmstum tíma en á sama tíma að gera sem fæstar villur. Keppt er í karlariðli og kvennariðli og sigrar sá sem hefur besta tímann að viðbættum villum. Að auki svarar hver keppandi nokkrum umferðarspurningum og fyrir hverja villu í þeim bætast 5 sekúndur við tímann.

Hekla samstarfsaðili Brautarinnar í Ökuleikninni.  Allir keppendur keppa á Volkswagen sem Bílaleiga Akureyrar útvegar í keppnina.

Hér fyrir neðan má sjá þrautaplanið sem ekið verður í gegnum.
Ökuleikni á Akureyri 16. júní 2012 – Þrautaplan
Þraut 1
Akið út úr stæðinu án þess að snerta kaðal eða stangir

Þraut 2
Akið á milli keilanna án þess að snerta þær

Þraut 3
Akið í svigi milli allra keilanna án þess að snerta þær. Hægra megin við þá fyrstu.

Þraut 4
Stöðvið með hægra framhjól uppi á hlemminum.

Þraut 5
Bakkið inn í stæðið og stöðvið með afturhjól uppi á plankanum.

Þraut 6
Akið með vinstra framhjól yfir plattana. Framhjól á að snerta alla plattana þrjá.

Þraut 7
Látið framhjólið fara innan við tappann og afturhjólið utan við hann án þess að snerta stangir. Gefin er villa ef tappinn fellur

Þraut 8
Akið í gegn um keiluhliðin þrjú án þess að snerta keilur.

Þraut 9
Akið áfram að svarta gúmmíborðanum og stöðvið með bæði framhjól ofan á honum

Þraut 10
Bakkið í gegn um stangahliðið án þess að snerta stangirnar

Þraut 11
Bakkið inn í stæðið án þess að fara yfir kaðla eða snerta stangir. Hægri framhjól verða að vera innan við 20 cm frá hliðarkaðli. (krítaða línan) Gefin er villa fyrir hvort hjól sem ekki nær þessu. Tímatöku lýkur þegar löppin snertir jörð.

 

Guðmundur Karl Einarsson

5. júní 2012 15:02