Höf: Jói Fel

2 dl Flórídana safi (epla, appelsínu, gulróta eða sítrónu)
1 dl vatn
5 stk jarðarber
1 kúfuð msk hrásykur
5 blöð fersk sítrónumelissa (grænt krydd sem fæst í stórmörkuðum)
2 dl sítrónu sódavatn
Fullt af klaka

Aðferð:
Klakinn er settur í blandara og mulinn mjög smátt með ísköldu vatni
Jarðarberjunum og sykrinum blandað saman við og blandað með klakanum
Flórídana safinn settur saman við ásamt sítrónumelissunni og unnið saman í blandaranum
Sódavatnið sett í síðast og unnið rétt saman, ekki of mikið þar sem sódavatnið gefur of mikla froðu.

Uppskriftirnar hér fyrir neðan eru fengnar úr bókinni Endalaus orka sem bókaforlagið Salka gaf út árið 2005. Birtar með leyfi útgefanda.

Guðmundur Karl Einarsson

1. desember 2007 07:07