Verið velkomin á frumsýningu á nýjum veltibíl sunnan við Perluna í Öskjuhlíð fimmtudaginn 9. júlí kl. 15:00.

Um er að ræða splunkunýjan Volkswagen Golf frá HEKLU og er hann í eigu Brautarinnar. Markmiðið með veltibílnum er að leyfa farþegum að finna hve mikilvægt er að nota bílbelti, hvort sem setið er í framsæti eða aftursæti.

Samgöngustofa tekur þátt með beltaherferðinni 2 sekúndur sem hvetur ökumenn til að spara sér ekki 2 sekúndur við það að spenna á sig öryggisbeltin. Taktu þátt í skemmtilegum leik á www.2sek.is.

 

Viðburður

Guðmundur Karl Einarsson

8. júlí 2020 15:05