Tölvuteikning af nýja bílnum. Litirnir eru ekki endilega réttir.

Aðalfundur Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna verður haldinn mánudaginn 25. maí 2020 kl. 17:00. Fundurinn fer fram í Víkurhvarfi 1, gengið er inn að ofanverðu. 

Dagskrá fundarins er samkvæmt 4. greinar laga félagsins:

  1. Skýrsla stjórnar fyrir síðastliðið starfsár.
  2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar. Reikningsárið er almanaksárið.
  3. Nýr Veltibíll félagsins kynntur og fundarmenn fá tækifæri til þess að prófa
  4. Stjórnarkjör.
  5. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga og einn til vara.
  6. Ákvörðun félagsgjalda.
  7. Skýrsla stjórnar um stöðu og framtíð félagsins.
  8. Kynning á lífsleikniverkefni Brautarinnar: Beinu brautinni.
  9. Önnur mál.

Nú hafa rafrænar kröfur fyrir félagsgjöldum verið stofnaðar í netbönkum félagsmanna. Félagsgjald ársins 2020 er 4.000 kr. Einnig hafa valgreiðslur verið stofnaðar í netbönkum eldri félaga (70 ára og eldri) en margir þeirra kjósa að styrkja félagið áfram. 

Guðmundur Karl Einarsson

2. apríl 2020 22:29