Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að fyrr í dag var gengið frá samkomulagi við Aðalskoðun um að fyrirtækið gerist bakhjarl Veltibílsins.

Aðalskoðun er rúmlega 25 ára gamalt fyrirtæki sem hefur alla tíð lagt sig fram að bjóða fram góða þjónustu á góðu verði, auk þess að sýna samfélagslega ábyrgð í ýmsum verkefnum, landsmönnum til heilla.

Við hjá Brautinni og Veltibílnum erum afar þakklátir fyrir þennan stuðning og getum sagt að við erum skrefi nær því að ná endum saman vegna kaupa á nýjum vörubíl undir nýja Veltibílinn.

Bíllinn hér á myndinni er þó ekki sá sem við erum að eignast, heldur er þetta færanleg skoðunarstöð í eigu Aðalskoðunar.

Guðmundur Karl Einarsson

10. mars 2020 21:51