Man drinking beer while driving a car

Fyrir nokkru fékk Brautin styrk frá Stiftelsen Ansvar för Framtiden í Svíþjóð til þess að vinna að fræðsluefni um ölvunarakstur til notkunar í lífsleikni í framhaldsskólum. Síðustu tvö ár hafa stjórnarmenn í félaginu unnið hörðum höndum að þróun efnisins sem sett verður fram á vefsíðunni www.beinabrautin.is. Áhersla er lögð á að efni verði aðgengilegt fyrir nemendur í lífsleikni en jafnframt eru settar fram kennsluleiðbeiningar og hugmyndir að verkefnum fyrir kennara að vinna. 

Vefsíðan verður opnuð árið 2020 og er það von félagsins að efnis nýtist mörgum og um langan tíma. 

Guðmundur Karl Einarsson

2. nóvember 2019 11:57