IMG_1201Í dag, sunnudaginn 6. október, fór fram Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni á fólksbílum. Um var að ræða opna Íslandsmeistarakeppni og voru 18 keppendur skráðir til leiks. Keppt var í tveimur riðlum: Karlariðli og kvennariðli. Keppendur óku í gegnum bra
utirnar á VW bifreiðum sem Hekla lánaði. Í keppendahóp dagsins voru nokkrir fyrrum Íslandsmeistarar og því ljóst frá byrjun að keppnin yrði spennandi.

Munurinn á efstu mönnum var afar lítill eins og sjá má má og skal haft í huga að tíminn er samanlagður eftir fjórar umferðir og spurningar.

Fólksbílar kvennariðill

  1. 1. Guðný Guðmundsdóttir, 802 sekúndur
  2. 2. Hulda Lind Stefánsdóttir, 816 sekúndur
  3. 3. Ragna Fanney Óskarsdóttir, 1029 sekúndur

Fólksbílar karlariðill

  1. 1. Sighvatur Jónsson, 411 sekúndur
  2. 2. Jón Örn Angantýsson, 430 sekúndur
  3. 3. Atli Grímur Ásmundsson, 509 sekúndur

Keppendum gafst einnig kostur á að mynda með sér lið og var þá meðaltal keppenda reiknað saman. Þó var tími kvenna lækkaður með tilliti til meðalmunar á tíma karla og kvenna (1,34). Þar urðu Jónssynir efstir en liði samanstendur af bræðrunum Sighvati og Gylfa Jónssonum.

[iframe src=“http://instagram.com/p/fIL8d_RjGd/embed/“ width=“612″ height=“710″]

Guðmundur Karl Einarsson

6. október 2013 18:15