IMG_0775Í dag, laugardaginn 5. október, fór fram Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni á trukkum og rútum. Það var Brautin – bindindisfélag ökumanna sem hélt keppnina í samstarfi við Öskju, Sjóvá, Ölgerðina, Ökukennarafélag Íslands, SBA Norðurleið, Eimskip og Kynnisferðir. Fyrst fór fram keppni í rútuökuleikni þar sem keppendur kepptu annars vegar á stórri rútu og hins vegar á lítilli. Þegar allir höfðu ekið á rútunum var komið að trukkunum en þar kepptu keppendur á Benz Actros kassabíl og hins vegar á litlum Benz Sprinter pallbíl.

Keppnin fór vel fram og var spenann mikil. Raunar fór það svo að tveir voru jafnir í efstu tveimur sætunum í rútukeppninni og þurfu þeir því að leika bráðabana til þess að skera úr um það hvor yrði Íslandsmeistari. Úrslitin urðu þessi:

Rútukeppni

  1. Jón Sverrir Jónsson, 510 sekúndur
  2. Finnur Trausti Finnbogason, 510 sekúndur
  3. Atli Grímur Ásmundsson, 558 sekúndur

Trukkakeppni

  1. Atli Grímur Ásmundsson, 422 sekúndur
  2. Ævar Sigmar Hjartarson, 430 sekúndur
  3. Björgvin gunnarsson, 440 sekúndur
IMG_0913

Sigurvegarar dagsins

Keppendur gátu einnig myndað með sér lið og voru veitt verðlaun fyrir efsta liðið í hvorri keppni. Í fyrsta sæti í rútukeppninni varð liði Greyline en í því voru Jón Sverrir Íslandsmeistari og Merk Bogdan sem lenti í 6. sæti. Í trukkakeppninni varð lið Íslandspósts 1 hlutskarpast en í því voru Andri Már Ómarsson og Finnur Trausti Finnbogason.

Trukka- og rútuökuleikni 2013 Úrslit

Það er gaman að segja frá því að Íslandsmeistarinn úr ökuleikni á fólksbílum 2012, Ævar Sigmar, lenti einmitt í 2. sæti í trukkakeppninni þrátt fyrir að hafa aldrei starfað sem trukkabílstjóri. Hann mun hafa tækifæri til að verja Íslandsmeistaratitil sinn á morgun en þá fer fram Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni á fólksbílum. Þar verður keppt á VW Golf, VW Polo og VW UP sem Hekla lánar.

Smelltu hér til þess að skoða myndir frá keppninni

Einnig eru myndir og myndbönd inni á www.instragram.com/brautin sem og Facebook síðu Ökuleikninnar.

Guðmundur Karl Einarsson

5. október 2013 18:53