BFÖ-Blaðið 1. tbl, 7. árgangur. 1. janúar 1979

Aðdragandi

Þátttakendur og starfsmenn í lokakeppni í hæfnisakstri í Reykjavík 21. október 1978

Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum BFÖ-félaga, sem litið hefur í BFÖ blaðið, að s.l. sumar stóð félagið fyrir lo hæfnisaksturskeppnum víða um land.

Alls urðu keppendur loo talsins.

Engin aldurstakmörk voru í keppnunum, aðeins að ökumenn hefðu gildandi ökuleyfi og bifreiðar þeirra væru í skoðunarhæfu ástandi.

Þeir, sem voru á aidrinum 18-25 ára höfðu þó einir rétt á þátttöku í lokakeppni, þar sem 1. og 2. sætið tryggðu einnar viku ferð til Englands til þátttöku í norrænni  æfnisaksturskeppni svipað þeim, er hér fóru fram.

Til að skera úr um, hverjir færu til Englands var haldin lokakeppni í Reykjavík 21. október, en þangað var stefnt þeim tveimur keppendum á hverjum hinna lo staða um landið, sem best höfðu staðið sig og voru á aldrinum 18-25 ára.

Alls mættu 15 vaskir sveinar til leiks.

Félagið hafði fengið lánaða skólalóð  Alftamýrarskólans og Véladeild SÍS lánaði félaginu bifreið af tegundinni Vauxhall Chevette, framleidda af General Motors – GM – í Englandi, sem m.a. stóðu að áðurnefndri keppni, eins og síðar kemur fram.

Þannig kepptu allir á sama bílnum, sem óneytanlega er réttlátast í slíkum keppnum.

Eknar voru 3 umferðir og að þeim loknum kom í ljós, að Einar Guðmundsson úr Reykjavík var sigurvegari og Guðmundur Salómonsson frá Husavík var í 2. sæti.

Þeir Einar og Guðmundur héldu siðan þann 12. nóvember til London til hinnar norrænu keppni. Uppihald  þeirra var í boði Bindindisfélaga ökumanna í Noregi og Svíþjóð, en Ábyrgð hf. greiddi fargjöldin.

General Motors

Einar Guðmundsson og Guðmundur Salómonsson þátttakendur fyrir hönd Íslands í norrænni Ökuleikni árið 1978

Í London var boðið upp á mjög fjölbreytta dagskrá auk keppninnar sjálfar.

Vauxhall verksmiðjurnar voru skoðaðar en þar vinna undir sama þaki um 6.000 manns við framleiðslu á hinum ýmsu tegundum Vauxhall bifreiða, stórra og smárra.

Sést þar best hversu gífulegrar skipulagninar og eftirlits er þörf í framleiðslu sem þessari, þar sem þúsundir ólíkra hluta eru í einu á færibandinu og eins gott að skipulagið standist, svo ekki fari allt úrskeiðis.

Einnig var skoðað tilraunasvæði Vauxhall verksmiðjanna, þar sem nýjar tegundir bíla eru prófaðar og reynslukeyrðar.

Kom m.a. fram, að einnar mílu akstur á þessum reynslubrautum jáfngildir lo mílna akstri á vegum úti.

Þarna mátti sjá bíla af öllum stærðum allt frá minnstu fólksbílum upp í stærstu vörubíla, aka á brautum, sem sérstaklega eru lagðar til að reyna þolrifin í bílunum.

Keppnin, sem þeir félagar fóru til þátttöku í var einmitt haldin á æfinga og tilraunasvæði Vauxhall, sem er í Luton, um 1 1/2 klst. akstur frá London.

General Motors, framleiðendur Vauxhall bíla stóðu að hluta til að keppni þessari sem farið hefur fram undanfarin ár að tilstuðlan Bindindis félaga ökumanna í Svíþjóð og Noregi og var þetta í fyrsta skipti, sem BFÖ sendi fulltrúa.

Keppnin sjálf

Keppnin var í grundvallaraðriðum hin sama og hér heima í sumar, þ.e. ekið var í gegnum þrautir á sléttu plani á sem skemmstum tíma og án þess að gera villur í þrautunum.

Þrautirnar voru þó í ýmsum atriðum ólíkar því, sem hér var heima og öllu erfiðari.

Hver keppandi ók tvær umferðir og notaðir voru Vauxhall Chevette bílar.

Keppendur voru alls 14, þar af 2 frá íslandi, 6 frá Svíþjóð og 6 frá Noregi, en í Svíþjóð og Noregi er keppt í 3 riðlum

Fyrirfram var vitað, að keppendurnir frá Svíþjóð og Noregi voru allir þrautreyndir keppnismenn, enda þarf mikla leikni til að komast í úrslit.

Sigurvegarar í Englandi 1978. Frá vinstri: Bo Harldson, Svíþjóð, var í 2. sæti. Ove Storelid, Noregi, sigurvegari og Einar Guðmundsson, Íslandi, var í 3. sæti

Því var í raun ekki reiknað með miklum afrekum okkar manna, eins og vonlegt var, þar sem slíkar keppnir eru svo nýbyrjaðar hér.

Raunin varð þó sú, að báðir stóðu þeir Einar og Guðmundur sig vel. Einar varð í 3. sæti í
einstaklingskeppninni og yfir heildina varð ísland í 2. sæti í keppninni – frábær árangur.

Þessi árangur er mun betri en bjartsýnustu menn höfðu þorað að láta í ljósi og rennir svo sannarlega stoðum undir áframhaldandi þátttöku BFÖ í þessum norrænu keppnum.

BFÖ vill að lokum þakka öllum þeim, er lögðu hönd á plóginn í sumar til að hæfnisaksturskeppnirnar mættu takast eins vel og raun var á, bæði umboðsmönnum Abyrgðar hf., BFÖ-félögum og öðrum aðstoðarmönnum og ekki síst keppendunum sjálfum, en án þeirra
þátttöku hefði jú ekkert orðið úr framkvæmdinni.

Næsta sumar vonumst við til að taka þráinn upp að nýju og er nú unnið að undirbúningi hæfnisakstranna um landið og ýmis áform uppi í því sambandi, sem skýrt verður frá hér í BFÖ-blaðinu um leið og ákvörðun liggur fyrir.

SRJ (Sigurður Rúnar Jónmundsson)

http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2334658&issId=179564&lang=is

Guðmundur Karl Einarsson

19. janúar 2011 23:50