Svonefnd núllsýn verður aðalefni umferðarþingsins sem haldið verður á Grand Hótel Reykjavík, fimmtudaginn 25. nóvember næstkomandi.  Dagskrá þingsins er að finna á vefsíðunni www.us.is. Þar er einnig hægt að skrá sig á þingið en skráningu lýkur 23. nóvember.

Claes Tingvall hefur starfað að umferðaröryggismálum í heimalandi sínu Svíþjóð og víðar um heim frá árinu 1976.  Hann er mikils metinn sérfræðingur á alþjóðavísu og er frumkvöðull að svokallaðri núllsýn í umferðarmálum.

Í grundvallaratriðum gengur það út á að dauðaslys í umferðinni séu óásættanleg og að allt skuli gert sem hægt er til að koma í veg fyrir þau. Það kann að vera að einhverjir telji banaslys óumflýjanlegan fylgifisk umferðarslysa en Claes Tingvall og aðrir þeir sem fylgja núllsýninni telja svo ekki vera.

Nánar má lesa um umferðarþing á vef Umferðarstofu.

Guðmundur Karl Einarsson

29. október 2010 09:34