Nú hafa þrautaplön fyrir Ökuleikni 2010 verið birt á vefnum. Hægt er að nálgast þau með því heimsækja slóðina https://www.brautin.is/okuleikni/plan2010/.

Allir keppendur fara í gegnum brautina á sams konar bifreið sem Hekla útvegar. Fyrirkomulagið verður líkt og undanfarin ár þannig að fyrst er ekið í gegnum plan 1 og 2. Þegar allir hafa lokið þeim er gert stutt hlé á meðan plön 3 og 4 eru sett upp. Keppendum er frjálst að æfa sig heima fyrir keppnina og hvetjum við raunar til þess.

Hægt er að skrá sig í keppnina til 16. september. Það má gera með því að smella hér.

Guðmundur Karl Einarsson

11. september 2010 12:12