Umferðarráð hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun:

230. fundur Umferðarráðs haldinn þann 10. desember 2009 hvetur alla vegfarendur til að  sýna fyllstu árvekni í umferðinni.  Sérstaklega bendir Umferðarráð öllum á að akstur undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna er helsta orsök alvarlegra umferðarslysa.  Á aðventunni og um jólin gera margir sér dagamun þar sem áfengi er haft um hönd.  Umferðarráð minnir á að þeir sem neyta áfengis og fíkniefna eru óhæfir til að stjórna ökutæki og að slíkur akstur er dauðans alvara.  Almenningssamgöngur, ganga eða leigubíll kosta minna en mannslífin.

Guðmundur Karl Einarsson

15. desember 2009 15:29