Nú stendur yfir Fiskidagurinn mikli á Dalvík og er bærinn troðfullur af fólki. Veltibíllinn hefur verið í gangi við höfnina síðan kl. 11 í morgun og þegar þetta er ritað hafa 594 farið veltu. Með sama áframhaldi má reikna með að yfir þúsund manns prófi bílinn í dag.
Reglulega hefur bíllinn verið stöðvaður og gestum kennt að losa bílbeltin í bíl sem endar á hvolfi.
Bílllinn verður í gangi til kl. 17 og eru allir velkomnir.


Fjöldi gesta bíður þessa stundina í biðröð eftir að prófa Veltibílinn


Nokkrir vaskir piltar sýna gestum hvernig best er að bera sig að þegar losa þarf belti úr bíl á hvolfi.

Guðmundur Karl Einarsson

8. ágúst 2009 14:28