Sú hefð hefur skapast að aðalfundur Brautarinnar sendi frá sér ályktanir um ýmis málefni sem tengjast baráttumálum félagsins. Á 35. aðalfundi félagsins sem fram fór 26. maí 2009 voru samþykktar fjórar ályktanir:

  • Ekki megi skera niður fjármagn til umferðaröryggismála
  • Áhyggjur fundarins af aukningu alvarlegra slysa í umferðinni
  • Áhyggjur fundarins af aukinni tíðni fíkniefnaaksturs
  • Hvatning til bifhjólamanna um að hafa hemil á hraðanum

Ályktanirnar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
35. aðalfundur Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna haldinn í Reykjavík þann 26. maí 2009 varar við að útgjöld til umferðaröryggismála verði skorin niður. Vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu má reikna með aukinni umferð á þjóðvegum landsins í sumar og því hefur aldrei verið mikilvægara að halda uppi öflugu forvarnastarfi í umferðinni.

35. aðalfundur Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna haldinn í Reykjavík þann 26. maí 2009 lýsir yfir áhyggjum af aukningu alvarlegra slysa í umferðinni það sem af er árinu. Fundurinn hvetur ökumenn til að huga að hraðanum, en of hraður akstur hefur bein áhrif á alvarleika slysa.

35. aðalfundur Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna haldinn í Reykjavík þann 26. maí 2009 lýsir yfir áhyggjum af aukinni tíðni aksturs undir áhrifum fíkniefna. Fundurinn hvetur lögregluembætti landsins til að halda áfram öflugu eftirliti með ástandi ökumanna.

35. aðalfundur Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna haldinn í Reykjavík þann 26. maí 2009 hvetur bifhjólamenn sérstaklega til að hafa hemil á hraðanum. Ökumenn bifhjóla eru berskjaldaðri en ökumenn bifreiða og því enn mikilvægara að þeir stilli hraðanum í hóf. Þá er mikilvægt að þeir séu meðvitaðir um að ökumenn kunna að sjá þá verr í umferðinni en aðra og því enn mikilvægara að fara varlega.
 

Guðmundur Karl Einarsson

4. júní 2009 13:54