Skrifað undir samning í húsakynnum HekluFöstudaginn 8. maí sl. var skrifað undir samning á milli Volkswagen verksmiðjanna, Heklu, Brautarinnar, Forvarnahússins, Sjóvá og Umferðarstofu um áframhaldandi samstarf um Veltibílinn. Samningurinn felur í sér að Volkswagen verksmiðjurnar gefa til landsins tvo nýja veltibíla. Annars bíllinn verður settur á núverandi grind í eigu Brautarinnar, Sjóvá og Umferðarstofu og eldri bíl þar með skipt út. Hinn bíllinn verður í umsjón Forvarnahússins og nýttur fyrst og fremst til ökukennslu.

Samstarf þessara aðila nær aftur til ársins 1995 þegar fyrsti veltibíllinn kom til landsins. Núverandi bíll er sá þriðji í röðinni, tekinn í notkun 5. október 2005. Síðan þá hefur hann farið 45.000 veltur með 60.000 manns og hefur notkunin því verið mikil.
Samstarf Brautarinnar við ofangreinda aðila er gríðarlega mikilvægt fyrir baráttu félagsins fyrir auknu umferðaröryggi. Félagið fagnar samningnum og vonar að hann sé ávísun á áframhaldandi farsælt samstarf.


Skrifað undir samning í húsakynnum Heklu
Skrifað undir samninginn í húsakynnum Heklu

Guðmundur Karl Einarsson

27. maí 2009 13:31