Í síðustu viku fór Brautin ásamt Forvarnahúsinu í ferð norður á Akureyri. Stór hópur 16 ára unglinga fékk fræðslu um þá ábyrgð sem felst í því að fá ökuleyfi. Var sú fræðsla bæði í fyrirlestrarformi og verkleg þar sem Veltibíllinn, beltasleðlinn og go-kart bílarnir voru m.a. notaðir. Vel tókst til og voru krakkarnir ánægðir með fræðsluna.
Forvarnahúsið var svo kynnt á Glerártorgi og komu margir til að kynna sér starf þess.  Greinilegt var að ökuhermirinn dró mest að.  Heimsókn Forvarnahússins lauk með fundi með ökukennurum á Norðurlandi þar sem ökuhermirinn var kynntur og vor þeir spenntir að gera tilraun með að nýta hann í kennslu.  Var afráðið að næstu 2 vikur yrði hermirinn staðsettur í Sjóvá á Akureyri og ökukennarar myndu senda sína nemendur þangað til að prófa hann. 


Fræðsla fyrir Vinnuskólann á Akureyri


Kynning í Glerártorgi


Ökuhermirinn kynntur fyrir ökukennurum

Guðmundur Karl Einarsson

20. júlí 2006 14:21