Sjóvá Forvarnahúsið er á leið til Akureyrar í dag mánudag. Brautin verður með í för með Veltibílinn og ökuherminn. Þar mun fyrsta verkefni þess á landsbyggðinni verða að halda námskeið fyrir Vinnuskólann á Akureyri, 140 16 ára krakka. Auk þess mun Forvarnahúsið kynna starfsemi sína á Glerártorgi milli 16 og 18 mánudag og þriðjudag.  Þá er fyrirhugaður fundur með ökukennurum til að kynna nýja ökuherminn og bjóða þjónustu hans á Norðurlandi.
Með í för norður er veltibíllinn, beltasleðinn og Ökuhermirinn.  Auk þess mun Brautin, bindindisfélag ökumanna sem með er í för vera með go-kart bílana sína en þeir verða notaðir við fræðslu ungmennanna í Vinnuskólanum.  Kynnt verður þema sumarsins ,,Öryggi fjölskyldunnar á ferðalagi“ á Akureyri og nokkuð af sýningarmunum Forvarnahússins verða notaðir við það.  Það er von okkar að Akureyringar taki vel á móti Forvarnahúsinu og nýti sér þá þekkingarmola sem boðið verður upp á.

Guðmundur Karl Einarsson

9. júlí 2006 22:37