null"Hvernig er hægt að ætlast til þess að drukkið fólk hafi rænu á að sýna dómgreind þegar skortur á sömu greind er bein afleiðing af neyslu þess löglega vímuefnis sem hinn drukkni er búinn að innbyrða?" Þannig spyr rithöfundinn Stefán Máni Sigþórsson í Morgunblaðinu í dag. Hann er m.a. þekktur fyrir bækurnar Hótel Kalifornía og Svartur á leik."Lögin eru sett vegna þess að fólk drekkur, en vegna þess að fólk drekkur fylgir það ekki lögunum." Síðar í greininni segir Stefán Máni: "En þið þurfið að minnsta kosti ekki að óttast það að hitta mig blindfullan og leiðinlegan einhvers staðar úti í bæ. Ekki lengur. Ég er nefnilega alveg sáttur við mig eins og ég er. Mér líður ekki það illa að ég þurfi að hella í mig eitri og magna upp vanlíðanina þangað til ég held að ég sé ofsalega kátur og skemmtilegur."

Guðmundur Karl Einarsson

19. maí 2006 17:00