Á stjórnarfundi í dag, mánudaginn 3. apríl, samþykkti stjórn félagsins eftirfarandi ályktun:

Stjórn Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna lýsir áhyggjum yfir óskráðum vinnnuvélum í umferðinni. Í umferðinni er dag hvern ekið óskráðum og ótryggðum vinnuvélum sem geta valdið alvarlegum slysum og þannig óvíst að tjón fáist bætt.  Félagið telur afar mikilvægt að þessi mál séu tekin til endurskoðunar.

Ályktunin verður send Alþingismönnum og fleirum sem tengjast umferðaröryggismálum.

Guðmundur Karl Einarsson

3. apríl 2006 19:16