Vert er að vekja athygli á því að hægt er að nálgast uppskriftir að mörgum óáfengu drykkju hér á heimasíðu félagsins. Til þess að komast inn á slóðina er nóg að smella á Óáfengir drykkir hér til hliðar.
Fyrir jólin 2004 var kynntur hátíðardrykkur 2005, Fiesta, en fyrir jólin 2005 var haldinn blaðamannafundur á Te og Kaffi þar sem Baróninn – hátíðardrykkur 2006 var kynntur. Félagið telur mikilvægt að gott framboð sé að góðum, óáfengum drykkju, og að þeim sem kjósa að neyta þeirra, sé gert jafn hátt undir höfði og öðrum.
Ef þú lumar á uppskrift að góðum óáfengum drykk, hvetjum við þig til þess að hafa samband.

Guðmundur Karl Einarsson

12. mars 2006 17:04