Nú hefur félagið opnað nýja heimasíðu. Nýja síðan inniheldur sama efni og sú gamla, en útlitið nýtt. Félagið hefur notað lénið www.brautin.is síðan árið 2000 og hefur mikilvægi góðrar heimasíðu aukist jafnt og þétt síðan. Mikilvægt er að geta fylgst með starfi félagins á einfaldan hátt og nýtist síðan vel til þess.
Það er von félagsins að síðan nýtist þeim sem vilja fræðast um félagið og starfsemi þess, og jafnframt tökum við fram að allar ábendingar eru vel þegnar. Síðan byggir á vefumsjónarkerfinu Vefmundur 1.3.

Guðmundur Karl Einarsson

22. febrúar 2006 23:02