Á stjórnarfundi þann 9. janúar 2006 var samþykkt eftirfarandi ályktun:

Stjórn Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna hvetur framleiðendur og innflytjendur áfengis til þess að fara að íslenskum lögum og hætta auglýsingum á áfengum drykkjum. Þá er einnig átt við auglýsingar á vörumerkjum sem vísa til samsvarandi áfengra drykkja.
Vísindamenn við Connecticut háskóla í Bandaríkjunum hafa komist að þeirri niðurstöðu að slíkar auglýsingar auki neyslu ungs fólks á áfengi. Aukin neysla leiðir til fleiri vandamála tengdum áfengi t.d. ölvunaraksturs, áfengissýki o.fl. Er það von félagsins að samstaða náist um að slíkar auglýsingar skuli ekki birtast hér á landi.

Ályktunin hefur verið send innflutningsaðilum og framleiðendum áfengis.

Guðmundur Karl Einarsson

20. febrúar 2006 11:39