Það hefur lengi verið eitt af baráttumálum félagsins að auka ekki aðgengi að áfengi og að koma í veg fyrir auglýsingar á því eins og kostur er. Það er vitað mál að aukinni neyslu á áfengi fylgja fleiri vandamál, s.s. ölvunarakstur, áfengissýki o.fl. Því hefur verið haldið fram að auglýsingar á áfengi skili sér ekki í aukinni neyslu, en nú hafa vísindamenn við Connecticut Háskóla komist að þeirri niðurstöðu að áfengisauglýsingar auki neyslu ungs fólks á áfengi.
Sjá frétt BBC um málið. Af þessu tilefni sendi félagið orðsendingu til alþingismanna þar sem bent er á niðurstöður rannsóknarinnar og þeir hvattir til þess að standa vörð um málið. Skemmst er frá því að segja að viðbrögð þeirra hafa verið jákvæð og því vonandi að harðar verði tekið á slíkum auglýsingum í framtíðinni.
Grein Archives of Pediatrics and Adolescent Medicine

Þess má geta að nú liggur fyrir þingmál þar sem skerpt er á áfengislögum með það að markmiði að draga úr slíkum auglýsingum.
Sjá þingskjal á vef Alþingis

Guðmundur Karl Einarsson

4. janúar 2006 05:56