Nú er hafið verkefni sem félagið hefur unnið lengi að. Það er Ökuleikni framhaldsskólanna. Fyrsta keppnin var haldin í Menntaskólanum í Kópavogi miðvikudaginn 12. október við Laugardalsvöllinn. Sigurvegari í karlariðli var Eyþór Arnar Ingvarsson og sigurvegari í kvennariðli Marta Gunnarsdóttir. Þau munu fara ásamt Ingibjörgu Guðmundsdóttur og Sigurgísla Júlíussyni í úrslitakeppni fyrir hönd MK.

Hér má sjá myndir úr MK

Við munum fara í alla framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu sem þess óska. Fyrst með fyrirlestur þar sem fjallað er um það að vera byrjandi í umferðinni með sérstaka áherslu á akstur og áfengi, og svo höldum við ökuleikni innan skólans. Þar er keppt í tveimur riðlum, karlariðli og kvennariðli, og tveir efstu úr hvorum riðli komast áfram í úrslitakeppni þar sem þeir keppa fyrir hönd síns skóla.

Verkefnið er unnið í samstarfi við Sjóvá, OgVodafone og Heklu.

Guðmundur Karl Einarsson

23. október 2005 09:48