Þann 5. október tóku Sjóvá, Brautin, bindindisfélag ökumanna og Umferðarstofa við nýjum veltibíl sem Hekla hf. og Volkswagen verksmiðjurnar gefa til að vekja athygli á gildi bílbelta fyrir umferðaröryggi. Þetta er þriðji bíllinn sem Hekla og Volkswagen gefa til þessa mikilvæga verkefnis. Veltibíllinn hefur verið nýttur í forvarnarstarfi félaganna.

Fyrsti veltibíllinn var tekin í notkun árið 1995 og var hann afhentur Samgönguminjasafninu á Skógum til varðveislu. Bíllinn hefur verið mikið notaður um land allt til að leyfa ökumönnum og farþegum að upplifa hvernig bílbelti virka. Fyrsta bílnum hefur velt 120.000 sinnum og hafa rúmlega 100.000 manns farið veltu í honum frá maí 1995 til júní 2000. Veltibíllinn sem nú er verið að endurnýja hefur verið í notkun í 5 ár og hafa um 82.000 einstaklingar farið í hann og hefur hann farið 102.000 veltur. Við sama tækifæri fékk félagið afhenta nýja bifreið sem notuð er til þess að draga Veltibílinn. Hún er af gerðinni VW Transporter og leysir eldri bifreið félagsins af hólmi.

Þá var ákveðið að leggja sérstaka áherslu á aftanákeyrslur og var það gert með því að láta fráfarandi veltibíl falla úr 10 m hæð, en það högg samsvarar árekstri á 50 km/klst hraða. Bíllinn mun svo fara í eyðingu, þar sem ekki er heimilt að nota hann til annars en umferðaröryggis.

Guðmundur Karl Einarsson

9. október 2005 20:17