Í tilefni af alþjóðaheilbrigðisdeginum var gefin út skýrsla með yfirskriftinni „Afbrot í umferðinni“. Hún er tekin saman af starfshópi sem Bindindisfélag ökumanna á fulltrúa í. Í skýrslunni eru niðurstöður úr könnunum sem BFÖ hefur framkvæmt. Hér er hægt að skoða niðurstöður þeirra.
Samgönguráðherra flytur ræðu

Haldinn var blaðamannafundur í slökkvistöðinni við Skógarhlíð þar sem helstu niðurstöður könnunarinnar voru kynntar. Samgönguráðherra hélt ræðu þar sem hann ræddi um mikilvægi þess að leggja áherslu á umferðaröryggi og einnig lofaði hann framförum á þessu sviði. Hér má sjá ræðu samgönguráðherra. Þá hélt landlæknir einnig stutta tölu.

Bindindisfélag ökumanna var á svæðinu með Veltibílinn en hann vekur ávallt athygli.

Hér má sjá skýrsluna í heild sinni.


Smelltu á myndina til þess að skoða auglýsingu sem birtist í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu af þessu tilefni.

Guðmundur Karl Einarsson

7. apríl 2004 18:10