Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur ákveðið að alþjóðaheilbrigðisdagurinn, 7. apríl, verði að þessu sinni helgaður umferðaröryggi. Dagurinn markar jafnframt upphaf alþjóðlegs umferðaröryggisárs. Í tilefni af alþjóðaheilbrigðisdeginum í ár hefur samstarfshópur opinberra aðila, fyrirtækja og félagasamtaka tekið saman skýrsluna „Afbrot í umferðinni“. Hún verður kynnt og afhent í húsakynnum Björgunarmiðstöðvarinnar, Skógarhlíð 14, miðvikudaginn 7. apríl n.k. klukkan 10:00. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Sigurður Guðmundsson landlæknir munu ávarpa fundinn.
Bindindisfélag ökumanna er meðal þeirra aðila sem standa að þessum degi, og verður félagið meðal annars á staðnum með Veltibílinn.

Guðmundur Karl Einarsson

6. apríl 2004 13:00