Á vef Vegagerðarinnar er nú hægt að skoða mælingar á aksturshraða og bili milli bíla á meira en tuttugu stöðum á þjóðvegum landsins. Hraðadreifing
Sjá má að á sumum köflum á þjóðvegunum er allt að tíundi hver bíll á meira en 120 kílómetra hraða.

Bil milli bíla
Einnig má sjá að á vegum í nágrenni Reykjavíkur er um þriðjungur bíla svo nálægt næsta bíl á undan að ökumaður hefur aðeins tvær sekúndur til að reyna að komast hjá árekstri ef fremri bíllinn stöðvast skyndilega.

Smelltu hér til þess að skoða rauntíma niðurstöður

Guðmundur Karl Einarsson

30. september 2003 18:30