Helgi Seljan bindindisfrömuður sendi BFÖ ljóð í tilefni af fimmtíu ára afmæli félagsins.

Ykkur þakka ágæt störf,
aldarhelmings vökutíð.
Aðgátar mun ærin þörf,
alltaf hollt að vekja lýð.

Ægiþung mun umferð nú,
alltof dýran heimtir toll.
Miklu skiptir menning sú
að meta jafnan boðorð holl.

Teflið ekki á tæpast vað,
teygið ekki görótt vín.
Til að aka heilu í hlað
heiða eigið lífsins sýn.

Hafa skal í huga mest
hollráð þetta ár og síð.
Bindindið mun ætíð bezt
á brautum lífsins alla tíð.

Guðmundur Karl Einarsson

23. september 2003 21:44