„Auk þess að hafa útlitið með sér virðist hún hafa afskaplega heilbrigða lífssýn, er metnaðarfull í námi, glaðlynd og hún reykir hvorki né drekkur,“ segir í grein í Helgarblaði DV 31. maí um Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur nýkjörna fegurðardrottningu Íslands. Steinunn er 22 ára Suðurnesjamær sem stundar nám í sjúkraþjálfun. Kærasti hennar er Haukur Ingi Guðnason knattspyrnumaður og sálfræðinemi. „Við Haukur Ingi drekkum hvorugt,“ segir Steinunn í viðtali við DV. „Ég hef einhvern veginn bara aldrei þurft á því að halda. Mér finnst ég alveg vera nógu hress að eðlisfari svo ég þarf ekkert að fá mér vín til þess að skemmta mér,“ segir Steinunn. „Mér er mjög annt um heilsuna. Ég held að það sé fátt verra en að vera fangi í eigin líkama.“

Guðmundur Karl Einarsson

1. júní 2003 13:56