Í lok ársins 2000 voru skráð rúmlega 180 þúsund ökutæki hér á landi, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Fjöldi fólksbíla fyrir átta farþega og færri var 158.936, stærri fólksbílar voru 1.673, vörubílar og sendibílar 19.432 og 1.640 véhjól. Ökutækin voru rúmlega 95 þúsund árið 1980, um 43 þúsund þegar skipt var í hægri umferð árið 1968 og tæplega 11 þúsund árið 1950.

Guðmundur Karl Einarsson

24. nóvember 2002 17:33