Brautin – bindindisfélag ökumanna https://www.brautin.is Fri, 23 Oct 2020 23:27:44 +0000 is hourly 1 Styrkur úr Minningarsjóði Lovísu Hrundar https://www.brautin.is/2020/10/23/styrkur-ur-minningarsjodi-lovisu-hrundar/ Fri, 23 Oct 2020 23:27:44 +0000 https://www.brautin.is/?p=4531 Minningarsjóður Lovísu Hrundar afhenti í dag myndarlegan styrk til Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna að upphæð 2.000.000 kr. vegna endurnýjunar á Veltibílnum. Síðastliðin 25 ár hefur félagið notað Veltibílinn markvisst til þess að vekja athygli landsmanna á mikilvægi bílbeltanna. Á þessum tíma hafa 362.000 manns farið hring í bílnum. Barátta fyrir umferðaröryggi hefur verið hornsteinn félagsins [...]

The post Styrkur úr Minningarsjóði Lovísu Hrundar appeared first on Brautin - bindindisfélag ökumanna.

]]>
Minningarsjóður Lovísu Hrundar afhenti í dag myndarlegan styrk til Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna að upphæð 2.000.000 kr. vegna endurnýjunar á Veltibílnum. Síðastliðin 25 ár hefur félagið notað Veltibílinn markvisst til þess að vekja athygli landsmanna á mikilvægi bílbeltanna. Á þessum tíma hafa 362.000 manns farið hring í bílnum. Barátta fyrir umferðaröryggi hefur verið hornsteinn félagsins síðan það var stofnað árið 1953. Það er samdóma álit þeirra sem koma að umferðarmálum að veltibíllinn hafi verið það tæki sem best hafi nýst til að skapa almenna bílbeltanotkun landsmanna.  

“Við erum gríðarlega þakklát fyrir stuðning Minningarsjóðs Lovísu Hrundar við endurnýjun á Veltibílnum. Félagið byggir á sjálfboðaliðum og án stuðnings sem þessa væri einfaldlega ekki hægt að keyra svona öflugt forvarnaverkefni sem Veltibíllinn er,” segir Páll H. Halldórsson stjórnarmaður í Brautinni. Jóhannes Kr. Kristjánsson formaður stjórnar Minningarsjóðs Lovísu Hrundar afhenti styrkinn í dag og segir að verkefni Brautarinnar séu mikilvæg í baráttunni gegn ölvunarakstri og umferðaröryggi. „Stjórn Minningarsjóðs Lovísu Hrundar hefur mikla trú á forvarnarverkefnum Brautarinnar gegn ölvunarakstri og fannst mikilvægt að styðja sérstaklega endurnýjun á Veltibílnum sem þúsundir barna um allt land hafa farið í og prófað. Við óskum Brautinni velfarnaðar í forvarnarstarfi sínu í framtíðinni,” segir Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Páll H. Halldórsson og Einar Guðmundsson stjórnarmenn í Brautinni – bindindisfélagi ökumanna taka við styrknum úr hendi Jóhannesar Kr. Kristjánssonar formanns stjórnar Minningarsjóðs Lovísu Hrundar.

The post Styrkur úr Minningarsjóði Lovísu Hrundar appeared first on Brautin - bindindisfélag ökumanna.

]]>
Vestfjarðavísitasía gengur vel https://www.brautin.is/2020/09/21/vestfjardavisitasia-gengur-vel/ Mon, 21 Sep 2020 09:45:05 +0000 https://www.brautin.is/?p=4515 Þessa dagana er Veltibíllinn að heimsækja grunnskólana á Vestfjörðum. Markmiðið er einfalt: Að öll grunnskólabörn á Vestfjörðum upplifi mikilvægi bílbeltanna og láti það þannig aldreið undir höfuð leggjast að sleppa beltunum. Við byrjuðum á Drangsnesi, Hólmavík og Reykhólum í gær, sunnudag og fengum frábærar viðtökur. Í morgun tókum við daginn snemma og byrjðum á [...]

The post Vestfjarðavísitasía gengur vel appeared first on Brautin - bindindisfélag ökumanna.

]]>

Þessa dagana er Veltibíllinn að heimsækja grunnskólana á Vestfjörðum. Markmiðið er einfalt: Að öll grunnskólabörn á Vestfjörðum upplifi mikilvægi bílbeltanna og láti það þannig aldreið undir höfuð leggjast að sleppa beltunum. Við byrjuðum á Drangsnesi, Hólmavík og Reykhólum í gær, sunnudag og fengum frábærar viðtökur.

Í morgun tókum við daginn snemma og byrjðum á Bíldudal þar sem bæði börn og starfsfólk hlustu af athygli á Rallý Palla segja frá mikilvægi beltanna og svo fóru auðvitað allir í hring. Næst er það svo Tálknafjörður kl. 10 og Patreksfjörður kl. 13. Á morgun er svo Bolungarvík, Súðavík og Ísafjörður á dagskránni en heimsókninni lýkur á miðvikudag þegar við förum á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. 

Hægt er að fylgjast með ferð Veltibílsins á Facebook síðunni okkar

The post Vestfjarðavísitasía gengur vel appeared first on Brautin - bindindisfélag ökumanna.

]]>
Veltibíllinn fer hring um Vestfirðina https://www.brautin.is/2020/09/11/veltibillinn-fer-hring-um-vestfirdina/ Fri, 11 Sep 2020 10:38:48 +0000 https://www.brautin.is/?p=4508 Dagana 20. - 23. september 2020 mun Veltibíllinn heimsækja alla grunnskóla á Vestfjörðum. Þegar Brautin - bindindisfélag ökumanna var stofnað árið 1953 var félagið rekið í deildum en árið 1999 var rekstrarforminu breytt og félagið sameinað í eina heild. Nýlega kom í ljós að við þessa breytingu árið 1999 urðu peningar eftir á bankareikningi [...]

The post Veltibíllinn fer hring um Vestfirðina appeared first on Brautin - bindindisfélag ökumanna.

]]>

Dagana 20. – 23. september 2020 mun Veltibíllinn heimsækja alla grunnskóla á Vestfjörðum. Þegar Brautin – bindindisfélag ökumanna var stofnað árið 1953 var félagið rekið í deildum en árið 1999 var rekstrarforminu breytt og félagið sameinað í eina heild. Nýlega kom í ljós að við þessa breytingu árið 1999 urðu peningar eftir á bankareikningi félagsins á Ísafirði. Var því ákveðið í tilefni af nýjum Veltibíl að nýta peningana til þess að heimsækja Vestfirði og leyfa grunnskólabörnum að fara veltu í nýja bílnum. 

Gætt verður að sóttvörnum og bíllinn sótthreinsaður á milli skóla.

Dagskráin er hér fyrir neðan.

Sunnudagur 20. september

12:00 Drangsnes
13:00 Hólmavík
15:00 Reykhólar

Mánudagur 21. september

08:00 Bíldudalur
10:00 Tálknafjörður
13:00 Patreksfjörður

Þriðjudagur 22. september

08:00 Bolungarvík
10:00 Ísafjörður
13:00 Súðavík

Miðvikudagur 23. september

08:00 Suðureyri
10:00 Flateyri
12:00 Þingeyri

The post Veltibíllinn fer hring um Vestfirðina appeared first on Brautin - bindindisfélag ökumanna.

]]>
Brautin fær nýjan Veltibíl afhentan https://www.brautin.is/2020/07/10/brautin-faer-nyjan-veltibil-afhentan/ Fri, 10 Jul 2020 02:29:21 +0000 https://www.brautin.is/?p=4484 Í dag fékk Brautin - bindindisfélag ökumann afhentan spunkunýjan Veltibíl af nýjustu gerð Volkswagen Golf frá Heklu. Við sama tækifæri var undirritaður áframhaldandi samstarfssamningur á milli Brautarinnar og Heklu.  Athöfnin fór fram við Perluna í dag og voru það Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu, sem fóru fyrstu [...]

The post Brautin fær nýjan Veltibíl afhentan appeared first on Brautin - bindindisfélag ökumanna.

]]>

Í dag fékk Brautin – bindindisfélag ökumann afhentan spunkunýjan Veltibíl af nýjustu gerð Volkswagen Golf frá Heklu. Við sama tækifæri var undirritaður áframhaldandi samstarfssamningur á milli Brautarinnar og Heklu. 

Athöfnin fór fram við Perluna í dag og voru það Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu, sem fóru fyrstu veltuna. Þá afhenti Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, Árna Einarssyni, formanni Brautarinnar, formlega nýja Veltibílinn. 

Öll umgjörð Veltibílsins hefur verið endurhönnuð með það að markmiði að auðvelda umgengni um bílinn og auka öryggi og aðgengi farþega. Veltibíllinn er byggður á Volkswagen Crafter vörubíl sem gerir hann sérstaklega aðgengilegan og auðveldan í vinnu. 

Þar sem Brautin er sjálfboðaliðafélag væri ekki mögulegt að standa í svona endurnýjun án stuðnings öflugra fyrirtækja. Þau fyrirtæki sem standa þétt við bakið á félaginu í þessu verkefni eru Hekla, Volkswagen, Eimskip, Aðalskoðun, KFC, Góa, Orkan, BYKO, Jeppaþjónustan Breytir, ET, AB varahlutir, Würth og Bílaklæðningar Ragnars Valssonar. Eru þeim færðar alveg sérstakar þakkir fyrir þeirra mikilvæga framlag. 

The post Brautin fær nýjan Veltibíl afhentan appeared first on Brautin - bindindisfélag ökumanna.

]]>
Nýr Veltibíll afhentur fimmtudaginn 9. júní https://www.brautin.is/2020/07/08/nyr-veltibill-afhentur-fimmtudaginn-9-juni/ Wed, 08 Jul 2020 15:05:02 +0000 https://www.brautin.is/?p=4477 Verið velkomin á frumsýningu á nýjum veltibíl sunnan við Perluna í Öskjuhlíð fimmtudaginn 9. júlí kl. 15:00. Um er að ræða splunkunýjan Volkswagen Golf frá HEKLU og er hann í eigu Brautarinnar. Markmiðið með veltibílnum er að leyfa farþegum að finna hve mikilvægt er að nota bílbelti, hvort sem setið er í framsæti eða [...]

The post Nýr Veltibíll afhentur fimmtudaginn 9. júní appeared first on Brautin - bindindisfélag ökumanna.

]]>

Verið velkomin á frumsýningu á nýjum veltibíl sunnan við Perluna í Öskjuhlíð fimmtudaginn 9. júlí kl. 15:00.

Um er að ræða splunkunýjan Volkswagen Golf frá HEKLU og er hann í eigu Brautarinnar. Markmiðið með veltibílnum er að leyfa farþegum að finna hve mikilvægt er að nota bílbelti, hvort sem setið er í framsæti eða aftursæti.

Samgöngustofa tekur þátt með beltaherferðinni 2 sekúndur sem hvetur ökumenn til að spara sér ekki 2 sekúndur við það að spenna á sig öryggisbeltin. Taktu þátt í skemmtilegum leik á www.2sek.is.

 

Viðburður

The post Nýr Veltibíll afhentur fimmtudaginn 9. júní appeared first on Brautin - bindindisfélag ökumanna.

]]>
Aðalfundur 2020 og félagsgjöld https://www.brautin.is/2020/04/02/adalfundur-2020-og-felagsgjold/ Thu, 02 Apr 2020 22:29:46 +0000 https://www.brautin.is/?p=4461 Tölvuteikning af nýja bílnum. Litirnir eru ekki endilega réttir. Aðalfundur Brautarinnar - bindindisfélags ökumanna verður haldinn mánudaginn 25. maí 2020 kl. 17:00. Fundurinn fer fram í Víkurhvarfi 1, gengið er inn að ofanverðu.  Dagskrá fundarins er samkvæmt 4. greinar laga félagsins: Skýrsla stjórnar fyrir síðastliðið starfsár. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar. [...]

The post Aðalfundur 2020 og félagsgjöld appeared first on Brautin - bindindisfélag ökumanna.

]]>

Tölvuteikning af nýja bílnum. Litirnir eru ekki endilega réttir.

Aðalfundur Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna verður haldinn mánudaginn 25. maí 2020 kl. 17:00. Fundurinn fer fram í Víkurhvarfi 1, gengið er inn að ofanverðu. 

Dagskrá fundarins er samkvæmt 4. greinar laga félagsins:

 1. Skýrsla stjórnar fyrir síðastliðið starfsár.
 2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar. Reikningsárið er almanaksárið.
 3. Nýr Veltibíll félagsins kynntur og fundarmenn fá tækifæri til þess að prófa
 4. Stjórnarkjör.
 5. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga og einn til vara.
 6. Ákvörðun félagsgjalda.
 7. Skýrsla stjórnar um stöðu og framtíð félagsins.
 8. Kynning á lífsleikniverkefni Brautarinnar: Beinu brautinni.
 9. Önnur mál.

Nú hafa rafrænar kröfur fyrir félagsgjöldum verið stofnaðar í netbönkum félagsmanna. Félagsgjald ársins 2020 er 4.000 kr. Einnig hafa valgreiðslur verið stofnaðar í netbönkum eldri félaga (70 ára og eldri) en margir þeirra kjósa að styrkja félagið áfram. 

The post Aðalfundur 2020 og félagsgjöld appeared first on Brautin - bindindisfélag ökumanna.

]]>
Aðalskoðun gerist bakhjarl Veltibílsins https://www.brautin.is/2020/03/10/adalskodun-gerist-bakhjarl-veltibilsins/ Tue, 10 Mar 2020 21:51:22 +0000 https://www.brautin.is/?p=4455 Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að fyrr í dag var gengið frá samkomulagi við Aðalskoðun um að fyrirtækið gerist bakhjarl Veltibílsins. Aðalskoðun er rúmlega 25 ára gamalt fyrirtæki sem hefur alla tíð lagt sig fram að bjóða fram góða þjónustu á góðu verði, auk þess að sýna samfélagslega ábyrgð í ýmsum [...]

The post Aðalskoðun gerist bakhjarl Veltibílsins appeared first on Brautin - bindindisfélag ökumanna.

]]>
Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að fyrr í dag var gengið frá samkomulagi við Aðalskoðun um að fyrirtækið gerist bakhjarl Veltibílsins.

Aðalskoðun er rúmlega 25 ára gamalt fyrirtæki sem hefur alla tíð lagt sig fram að bjóða fram góða þjónustu á góðu verði, auk þess að sýna samfélagslega ábyrgð í ýmsum verkefnum, landsmönnum til heilla.

Við hjá Brautinni og Veltibílnum erum afar þakklátir fyrir þennan stuðning og getum sagt að við erum skrefi nær því að ná endum saman vegna kaupa á nýjum vörubíl undir nýja Veltibílinn.

Bíllinn hér á myndinni er þó ekki sá sem við erum að eignast, heldur er þetta færanleg skoðunarstöð í eigu Aðalskoðunar.

The post Aðalskoðun gerist bakhjarl Veltibílsins appeared first on Brautin - bindindisfélag ökumanna.

]]>
Góa og KFC styðja myndarlega við nýjan Veltibíl https://www.brautin.is/2020/01/15/goa-og-kfc-stydja-myndarlega-vid-nyjan-veltibil/ Wed, 15 Jan 2020 22:22:38 +0000 https://www.brautin.is/?p=4446 Eins og greint hefur verið frá áður stendur mikið til á þessu ári. Nú eru komin 25 ár síðan veltibílskerran var smíðuð og komið að endurnýjun. Sömuleiðis er komið að endurnýjun á VW Transporter dráttarbílnum og von er á nýjum VW Golf frá Heklu til þess að setja á bílinn. Því var ákveðið að slá [...]

The post Góa og KFC styðja myndarlega við nýjan Veltibíl appeared first on Brautin - bindindisfélag ökumanna.

]]>
Eins og greint hefur verið frá áður stendur mikið til á þessu ári. Nú eru komin 25 ár síðan veltibílskerran var smíðuð og komið að endurnýjun. Sömuleiðis er komið að endurnýjun á VW Transporter dráttarbílnum og von er á nýjum VW Golf frá Heklu til þess að setja á bílinn. Því var ákveðið að slá þessu öllu saman í eitt verkefni. Félagið bíður afhendingar á VW Crafter en á hann verður sett vagga fyrir nýjan Veltibíl. Þannig verður aðgengi og öll vinna við bílinn mun auðveldari auk þess sem auðveldara verður að ferðast með bílinn út fyrir höfuðborgarsvæðið. 

Félagið sjálft mun fjármagna kaup á VW Crafter bifreiðinni en þessar vikurnar eru viðræður í gangi við öflug fyrirtæki að styðja við kostnað vegna breytinganna sem þarf að gera, þ.e. smíði á vöggu ásamt stigbrettum, lengingu á bílnum og fleira. 

Það var því mikið gleðiefni þegar þær fréttir bárust að tvö öflug fyrirtæki, Góa og KFC, ætluðu að styðja við verkefnið með myndarlegum hætti. Fyrir það er Brautin gríðarlega þakklát. Áfram er unnið að því að fá fleiri fyrirtæki til samstarfs en markmiðið er að nýr veltibíll verði tekinn í notkun fyrir vorvertíðina 2020.

The post Góa og KFC styðja myndarlega við nýjan Veltibíl appeared first on Brautin - bindindisfélag ökumanna.

]]>
Gleðileg jól https://www.brautin.is/2019/12/23/gledileg-jol-3/ Mon, 23 Dec 2019 22:14:10 +0000 https://www.brautin.is/?p=4439 Dagana fyrir jól hljómar útvarpsauglýsing félgsins á miðlum Sýnar þar sem félagið minnir á að áfengi og akstur megi aldrei fara saman. Stjórn Brautarinnar færir félagsmönnum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum hugheilar jóla- og áramótakveðjur. 

The post Gleðileg jól appeared first on Brautin - bindindisfélag ökumanna.

]]>

Dagana fyrir jól hljómar útvarpsauglýsing félgsins á miðlum Sýnar þar sem félagið minnir á að áfengi og akstur megi aldrei fara saman. Stjórn Brautarinnar færir félagsmönnum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum hugheilar jóla- og áramótakveðjur. 

The post Gleðileg jól appeared first on Brautin - bindindisfélag ökumanna.

]]>
Nýr veltibíll í sjónmáli https://www.brautin.is/2019/12/20/nyr-veltibill-i-sjonmali/ Fri, 20 Dec 2019 14:02:04 +0000 https://www.brautin.is/?p=4436 Það var árið 1995 sem Brautin (þá BFÖ) og Umferðarráð tóku höndum saman um að láta smíða Veltibíl. Hekla og Volkswagen komu að verkefninu og var bíllinn smíðaður hér á landi. Síðar komu Sjóvá-Almennar einnig inn sem þriðjungs eigandi í bílnum. Skipt var um bíl á kerrunni árin 2000, 2005, 2010 og 2015. Notkunin hefur [...]

The post Nýr veltibíll í sjónmáli appeared first on Brautin - bindindisfélag ökumanna.

]]>
Það var árið 1995 sem Brautin (þá BFÖ) og Umferðarráð tóku höndum saman um að láta smíða Veltibíl. Hekla og Volkswagen komu að verkefninu og var bíllinn smíðaður hér á landi. Síðar komu Sjóvá-Almennar einnig inn sem þriðjungs eigandi í bílnum. Skipt var um bíl á kerrunni árin 2000, 2005, 2010 og 2015. Notkunin hefur verið mikil og núverandi VW Golf hefur farið 42.000 veltur með 64.000 farþega sem vonandi eru reynslunni ríkari. 

Nú er svo komið að kerran er komin til ára sinna og því nauðsynlegt að endurnýja. Tekin hefur verið ákvörðun um endurnýja hvoru tveggja bíl félagsins og Veltibílinn í einu og slá því saman í einn bíl. Keyptur verður VW Crafter og nýr Volkswagen settur aftan á hann. Með þessu næst fram hagræðing auk þess sem öll vinna við bílinn verður auðveldari. Lagt er upp með að vígja nýjan Veltibíl áður en vorvertíðin hefst á sumardaginn fyrsta. 

Félagið sjálft fjármagnar nýjan bíl en þessar vikurnar leitar það stuðnings frá velviljuðum fyrirtækjum til þess að fjármagna þær breytingar sem þarf að gera til þess að koma veltibúnaðinum fyrir á nýja bílnum. Hér fyrir neðan er skissa af nýjum bíl.

 

The post Nýr veltibíll í sjónmáli appeared first on Brautin - bindindisfélag ökumanna.

]]>
Unnið að fræðsluefni fyrir lífsleikni í framhaldsskólum https://www.brautin.is/2019/11/02/unnid-ad-fraedsluefni-fyrir-lifsleikni-i-framhaldsskolum/ Sat, 02 Nov 2019 11:57:00 +0000 https://www.brautin.is/?p=4433 Man drinking beer while driving a car Fyrir nokkru fékk Brautin styrk frá Stiftelsen Ansvar för Framtiden í Svíþjóð til þess að vinna að fræðsluefni um ölvunarakstur til notkunar í lífsleikni í framhaldsskólum. Síðustu tvö ár hafa stjórnarmenn í félaginu unnið hörðum höndum að þróun efnisins sem sett verður fram á vefsíðunni www.beinabrautin.is. [...]

The post Unnið að fræðsluefni fyrir lífsleikni í framhaldsskólum appeared first on Brautin - bindindisfélag ökumanna.

]]>

Man drinking beer while driving a car

Fyrir nokkru fékk Brautin styrk frá Stiftelsen Ansvar för Framtiden í Svíþjóð til þess að vinna að fræðsluefni um ölvunarakstur til notkunar í lífsleikni í framhaldsskólum. Síðustu tvö ár hafa stjórnarmenn í félaginu unnið hörðum höndum að þróun efnisins sem sett verður fram á vefsíðunni www.beinabrautin.is. Áhersla er lögð á að efni verði aðgengilegt fyrir nemendur í lífsleikni en jafnframt eru settar fram kennsluleiðbeiningar og hugmyndir að verkefnum fyrir kennara að vinna. 

Vefsíðan verður opnuð árið 2020 og er það von félagsins að efnis nýtist mörgum og um langan tíma. 

The post Unnið að fræðsluefni fyrir lífsleikni í framhaldsskólum appeared first on Brautin - bindindisfélag ökumanna.

]]>
Mikil notkun á Veltibílnum https://www.brautin.is/2019/08/09/mikil-notkun-a-veltibilnum/ Fri, 09 Aug 2019 01:41:19 +0000 https://www.brautin.is/?p=4409 Veltibíllinn hefur verið mikið notaður frá því í vor og hafa ríflega 11.000 manns fengið að upplifa mikilvægi bílbeltanna. Á vorin eru það helst vorhátíðir grunnskólanna sem fá bílinn í heimsókn en þegar þeim lýkur taka bæjarhátíðirnar við. Alls hefur bíllinn farið í 32 heimsóknir á þessu ári og enn eru að minnsta kosti [...]

The post Mikil notkun á Veltibílnum appeared first on Brautin - bindindisfélag ökumanna.

]]>

Veltibíllinn hefur verið mikið notaður frá því í vor og hafa ríflega 11.000 manns fengið að upplifa mikilvægi bílbeltanna. Á vorin eru það helst vorhátíðir grunnskólanna sem fá bílinn í heimsókn en þegar þeim lýkur taka bæjarhátíðirnar við. Alls hefur bíllinn farið í 32 heimsóknir á þessu ári og enn eru að minnsta kosti 7 til viðbótar staðfestar. Því má búast við að um a.m.k. 14.000 manns prófi bílinn. 

Brautin fagnar því mjög að svo margir prófi bílinn enda er mikilvægi bílbeltanna óumdeilt og markmiðið því að sem flestir fái að prófa bílinn. Veltibíllinn er í 2/3 hluta eigu Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna og 1/3 hluta í eigu Ökuskóla 3 ehf. Hekla og Volkswagen styðja verkefnið með því að leggja til VW Golf. Auk þess eru Sjóvá, Goodyear og Bílanaust samstarfsaðilar félagsins í verkefninu. 

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá þessu starfsári. 

The post Mikil notkun á Veltibílnum appeared first on Brautin - bindindisfélag ökumanna.

]]>
Aðalfundur 2019 https://www.brautin.is/2019/04/27/adalfundur-2019/ Sat, 27 Apr 2019 01:48:51 +0000 https://www.brautin.is/?p=4390 Aðalfundur Brautarinnar - bindindisfélags ökumanna verður haldinn fimmtudaginn 6. júní 2019 kl. 17:00. Fundurinn fer fram í Víkurhvarfi 1, gengið er inn að ofanverðu.  Dagskrá fundarins er samkvæmt 4. greinar laga félagsins: Skýrsla stjórnar fyrir síðastliðið starfsár. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar. Reikningsárið er almanaksárið. Stjórnarkjör. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga og einn til [...]

The post Aðalfundur 2019 appeared first on Brautin - bindindisfélag ökumanna.

]]>
Aðalfundur Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna verður haldinn fimmtudaginn 6. júní 2019 kl. 17:00. Fundurinn fer fram í Víkurhvarfi 1, gengið er inn að ofanverðu. 

Dagskrá fundarins er samkvæmt 4. greinar laga félagsins:

 1. Skýrsla stjórnar fyrir síðastliðið starfsár.
 2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar. Reikningsárið er almanaksárið.
 3. Stjórnarkjör.
 4. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga og einn til vara.
 5. Ákvörðun félagsgjalda.
 6. Skýrsla stjórnar um stöðu og framtíð félagsins.
 7. Kynning á lífsleikniverkefni Brautarinnar: Beinu brautinni.
 8. Önnur mál.

The post Aðalfundur 2019 appeared first on Brautin - bindindisfélag ökumanna.

]]>