Beltin bjarga

Munum alltaf eftir að spenna bílbeltin.

  • Venju samkvæmt eru pantanir fyrir Veltibílinn farnar að streyma inn og vinsælar dagsetningar fljótar að fyllast. Nú þegar eru komnar nokkrar pantanir fyrir vor og sumar 2023. Þeir sem hafa áhuga á að fá Veltibílinn í heimsókn geta sent tölvupóst á brautin@brautin.is.

  • Aðalfundur Brautarinnar - bindindisfélags ökumanna verður haldinn miðvikudaginn 19. apríl 2023 kl. 18:00. Fundurinn fer fram á skrifstofu IOGT í Hverafold 1-3, Reykjavík. Dagskrá fundarins er samkvæmt 4. greinar laga félagsins: Skýrsla stjórnar fyrir síðastliðið starfsár. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar. Reikningsárið er almanaksárið. Stjórnarkjör. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga og einn til vara. Ákvörðun félagsgjalda. Önnur mál.

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur tekið við rekstri Veltibílsins. Allar upplýsingar um bílinn má fá á netfanginu veltibillinn@landsbjorg.is

Skrá mig í félagið

Gerast félagi í Brautinni

Félagar geta orðið allir þeir sem samþykkja tilgang félagsins og lýsa yfir bindindi á áfengi og önnur fíkniefni. Til þess að njóta réttinda sem félagsmaður þarf viðkomandi að hafa greitt félagsgjald ársins. Félagsmenn styðja við mikilvægt starf félagsins og njóta afsláttarkjara.
Skrá mig í félagið

Brautin er skráð á almannaheillaskrá Skattsins. Einstaklingar sem styrkja félagið um samtals 10.000 kr á ári geta notað styrkinn til lækkunar á útsvars- og tekjuskattsstofni. Rekstaraðilar geta einnig nýtt styrki til frádráttar skattstofni skv. reglum.