Beltin bjarga

Munum alltaf eftir að spenna bílbeltin.

  • Stofnfundur Bindindisfélags ökumanna (BFÖ) var haldinn í Reykjavík þann 29. september 1953. Félagið fagnar því 70 ára afmæli í ár og fagnar tímamótunum með afmælisfundi sem verður haldinn föstudaginn 29. september kl. 17:00 í Hverafold 1-3. Allir félagsmenn eru velkomnir. Dagskrá Ákvörðun tekin um framtíð Veltibílsins. Minnumst formanna og forseta sem nýverið féllu frá. Gæðum okkur á léttum veitingum í boði félagsins.  

  • Það hefur verið mikið að gera hjá Veltibílnum þetta árið og enn nokkrir viðburðir sem bíllinn á eftir að heimsækja. Við náðum þeim merkilega áfanga í júlí að 400.000 gesturinn síðan bíllinn var fyrst smíðaður 1995 fór veltu hjá okkur. Þegar þetta er ritað hafa 401.725 gestir farið veltu hjá okkur, þar af 13.882 á þessu ári. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá þessu ári en við birtum [...]

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur tekið við rekstri Veltibílsins. Allar upplýsingar um bílinn má fá á netfanginu veltibillinn@landsbjorg.is

Skrá mig í félagið

Gerast félagi í Brautinni

Félagar geta orðið allir þeir sem samþykkja tilgang félagsins og lýsa yfir bindindi á áfengi og önnur fíkniefni. Til þess að njóta réttinda sem félagsmaður þarf viðkomandi að hafa greitt félagsgjald ársins. Félagsmenn styðja við mikilvægt starf félagsins og njóta afsláttarkjara.
Skrá mig í félagið

Brautin er skráð á almannaheillaskrá Skattsins. Einstaklingar sem styrkja félagið um samtals 10.000 kr á ári geta notað styrkinn til lækkunar á útsvars- og tekjuskattsstofni. Rekstaraðilar geta einnig nýtt styrki til frádráttar skattstofni skv. reglum.