Óáfengir drykkir

Óáfengir drykkir2016-12-30T00:11:58+00:00

Brautin – bindindisfélag ökumanna hefur í nokkur ár í samstarfi við FRÆ gefið út uppskriftir að óáfengum drykkjum og jafnframt hvatt veitinga- og kaffihús til að bjóða upp á gott úrval slíkra drykkja.

Á vefsíðunni oafengt.is hefur verið tekið saman mikið safn óáfengra drykkja.

Uppskriftirnar okkar

Hér fyrir neðan má svo sjá nokkuð safn óáfengra drykkja sem hægt er að bjóða upp á.

Frábærar óáfengar uppskriftir

Hér má nálgast enn fleiri uppskriftir að góðum óáfengum drykkjum. Þeir heita Sólskinsdraumur, Bláberjapartí, Jarðaberjaævintýri, Passion og Flottari. Allir fara vel í fínum veislum.

Hátíðardrykkur 2013 – Virgin Sex On The Beach

hatidardrykkur20131 hluti appelsínusafi
1 hluti Trönuberjasafi
1 ml ferskjusafi
1 msk Grenadine síróp

Blandið jöfnum hlutum af appelsínusafa og Trönuberja safa, bætið ferksjusafanum við  og hellið yfir ís. Leyfið síðan Grenadineinu að leka niður á botn, Skreytið með ananas fleyg og njótið.

Simmi og Jói mæla með þessum.

Ógnvekjandi

3 cl Tropicana
3 cl sítrónusafi
2 cl rjómi
1 cl grenadine
½ pressuð appelsína

Skreyting:
Sítrónusneið, rauð rör og súkkulaðispænir.

Höfundur: Kristjón Örn Kristjónsson

 

Elegans – Hátíðardrykkur 2011

1 dl Ananassafi
1 dl Apríkósusafi
1/2 Apríkósa
1 dl Sódavatn
Kokteilber
Sykurrönd á glasi

Aðferð:

Glas með háfæti og breiðum botni. Dreifið apríkósusafa á röndina á glasinu, dýfið á hvolfi í sykur. Hálf apríkósa sett í botn glassins (má vera úr dós). Safa og gosi hellt í glasið og kokteilberið sett ofan á apríkósuna.

SÍKRIT – hátíðardrykkur 2010

Höf: Hjörtur Bjarni Þorleifsson

2 dl Flórídana safi (epla, appelsínu, gulróta eða sítrónu)
8 cl ferskur appelsínudjús
2 cl ferskur sítrónusafi
1 cl grenadine síróp
fyllt upp með Sprite/7-Up
Aðferð:
Allt nema Sprite/7-Up er sett í hristara með klaka og hrist.
Þessu hellt yfir í Hurricane-glas og fyllt upp með Sprite/7-Up
Skreytt með appelsínu- og sítrónusneið.

Melissa – hátíðardrykkur 2007

Höf: Jói Fel

2 dl Flórídana safi (epla, appelsínu, gulróta eða sítrónu)
1 dl vatn
5 stk jarðarber
1 kúfuð msk hrásykur
5 blöð fersk sítrónumelissa (grænt krydd sem fæst í stórmörkuðum)
2 dl sítrónu sódavatn
Fullt af klaka

Aðferð:
Klakinn er settur í blandara og mulinn mjög smátt með ísköldu vatni
Jarðarberjunum og sykrinum blandað saman við og blandað með klakanum
Flórídana safinn settur saman við ásamt sítrónumelissunni og unnið saman í blandaranum
Sódavatnið sett í síðast og unnið rétt saman, ekki of mikið þar sem sódavatnið gefur of mikla froðu.

Uppskriftirnar hér fyrir neðan eru fengnar úr bókinni Endalaus orka sem bókaforlagið Salka gaf út árið 2005. Birtar með leyfi útgefanda.

Eftir átta

3 kívíaldin
1 epli
8 myntugreinar (blöð og stilkar)

Aðferð:

Settu myntugreinarnar í safapressu en taku eina frá til skreytingar.
Flysjaðu kívíaldinið og skerðu það í bita. Pressaðu safann úr því.
Skerðu eplið í bita og pressaðu það
Blandaðu öllu saman í glas og skreyttu með myntugreinum.

Bleikur perudrykkur

2 perur

1 bleikt greipaldin

Aðferð:
Taktu stilkana af perunum og skerðu þær í bita
Flysjaðu greipaldinið og skerðu það í bita svo að það komist í blandarann.
Blandaðu vel og helltu í glas.
Skreyttu með perubita og greipsneið

Súkklaðibananaþeytingur

2 bananar
1 appelsína
75 ml (3/4 dl) hrein jógúrt
saxað eða rifið súkkulaði
Flórídana appelsínusafi eða mjólk (má sleppa)

Fyrir 1

Aðferð:
Afhýddu bananana og flysjaðu appelsínuna.
Skerðu hvort tveggja í bita, settu í blandarann og láttu ganga í smástund.
Bættu jógúrtinni við og láttu ganga áfram þar til blandan er nokkurn veginn slétt.
Bættu við Flórídana appelsínusafa eða mjólk ef þeytingurinn er of þykkur.
Helltu honum í hátt glas og skreyttu hann ríkulega með súkkulaði.

Baróninn – hátíðardrykkur 2006

Höf: Jónína Tryggvadóttir

1 tsk Heslihnetusíróp frá Routin
8 cl Nýmjólk
12 gr Noir Praline súkkulaði frá Café Tesse
einfaldur espresso eða sterkt lagað kaffi
hálfþeyttur rjómi

Aðferð:
Sírópið er sett í botninn á glasinu, mjólkin hituð með súkkulaðinu útí og hellt í koníaksglas, sterku kaffinu hellt yfir og toppað með rjómanum.

Vetrarylur

2-3 tsk blóðappelsínusíróp frá Routin
35 cl heitt vatn
3 tsk Bora Bora ávaxtate
appelsínubátur
sítrónubátur

Aðferð:
Teið er lagað og látið trekkja í 3-5 mín. Sírópin hellt í glas á fæti og teinu yfir, appelsína og sítróna kreist yfir og hrært saman við, skreytt með sítrónu- og appelsínusneiðum. Þessi er góður bæði heitur og kaldur.

Möndludraumur

1/2 bréf möndlu bragðbættur kakódrykkur frá Monbana
15 cl mjólk
1 tsk Amaretto síróp frá Routin
saxaðar möndlur

Aðferð: Mjólin er hituð, kakóduftinu blandað útí og hrært vel. Sírópinu blandað við og skreytt með söxuðum möndlum og kakódufti.

Chai Latter

2 tsk Spicy Chai laufte
1 tsk negulnaglar
1/2 kanilstöng
2 tsk Chai síróp frá Routin
9 cl heitt vatn
14 cl Nýmjólk

Aðferð: Teið er lagað, negul, kanil og sírópi blandað útí og látið standa í 3-5 mín. Þá er kryddið sigtað frá og teinu hellt í glas. Nýmjólkin hituð og hellt yfir.

Allt hráefni í drykkina hér fyrir ofan fæst í Te og Kaffi.

FIESTA – hátíðardrykkur 2005

Höf: Bárður Guðlaugsson

3 cl. Appelsínusafi – Floridana
3 cl. Eplasafi – Floridana
3 cl. Ananassafi – Floridana
3 cl. Sunnan 10 – Floridana
Bols Grenadin, tvær til þrjár teskeiðar

Hristur
Settur í glas með klaka

Aðferð: Klaki í hristara og efnin sett öll í, Grenadin eftir smekk. Allt hrist og sigtað í glas með klaka í eða öllu innihaldi hristarans hellt beint í glas. Skreytt eftir smekk og tilefni. Bent skal á að hægt er að nota hvaða ílát sem er til að mæla með t.d. eggjabikar og síðan er grenadinið sem er ómissandi, eftir smekk.

Náttúran

Höf: Helena Halldórsdóttir

1 cl blue curacaosíróp
1 cl piparmyntusíróp
3 cl appelsínusafi
1 cl sítrónusafi

Hrist, sett í koktailglas. Skreytt með þremur ananasslaufum, kíwísneið og 3 blá vínber.

Hringiðan

Höf: Kári Geirsson

5 cl jarðarberjasíróp
10 cl appelsínusafi
7 cl ananassafi
3 fersk jarðarber
dash grenadin

Skreytt með appelsínuspíral, jarðarberi og sett í long drink glas.

Undir pálmatré

Höf: Ástríður E. Geirsdóttir

1 cl blackcurrantsíróp
1 cl strawberrysíróp
Fyllt upp með ginger ale

Byggt á mulinn ís í long drink glasi. Skreytt með epla-, appelsínu- og vínberjaskrauti.

Gúi

Höf: Þorbjörn Svanþórsson

3 cl appelsínusafi
2 cl ananassafi
1,5 cl limesafi
dash bananasíróp
dash blue curacao síróp

Allt hrist nema blue curacao
Sigtaði í kokteilglas og blue curacao sírópi dreypt rólega í miðjuna, lagskipting mynduð.

Go to Top