Öll tímarit sem Bindindisfélag ökumanna hefur gefið út í hálfa öld eru nú komin á Netið.

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn hefur myndað ýmis gömul blöð og tímarit og gert þau aðgengileg á vefslóðinni timarit.is. Í tilefni af 50 ára afmæli Bindindisfélags ökumanna árið 2003 ákvað stjórn félagsins að semja við safnið um að mynda þau þrjú tímarit sem félagið gaf út. Þetta eru Umferð sem kom út frá 1958 til 1965, Brautin frá 1962 til 1964 og BFÖ-blaðið frá 1966 til 2002. Alls eru þetta um tólf hundruð blaðsíður, sem nú er hægt að skoða á Internetinu og prenta út. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra opnaði þessa slóð formlega, að viðstaddri Sigrúnu Klöru Hannesdóttur landsbókaverði.

Umferð (1958 – 1965)

Brautin (1962 – 1964)

BFÖ-blaðið (1966 – 2002)