Forsíða 2018-01-06T23:27:58+00:00

Veltibíllinn á bílasýningu Heklu

Í dag, laugardaginn 6. janúar 2018, var haldin bílasýning í Heklu á Laugavegi. Veltibíllinn var á staðnum og fengu 400 gestir að upplifa mikilvægi bílbeltanna. Samstarf Brautarinnar og Heklu nær yfir 20 ár aftur í tímann og er félaginu gríðarlega mikilvægt.

By | 6. janúar 2018 | 23:30|

Jóladagatal 2017

Í aðdraganda jólanna birtir Brautin - bindindisfélag ökumanna jóladagatal á vefnum, bæði hér á brautin.is og á Facebook síðu félagsins. Hver jólasveinn kom með skilaboð sem tengdust umferðaröryggi og lítil saga fylgdi hverjum. Átakið var unnið í samstarfi við Heklu sem lánaði bíl í verkefni og fékk það góðar viðtökur. Útvarpsauglýsingar eru einnig birtar á [...]

By | 22. desember 2017 | 15:59|

Félagsfundur 30. nóvember

10. nóvember 2017 | 22:31|

Stjórn Brautarinnar - bindindisfélags ökumanna, boðar til almenns félagsfundar fimmtudaginn 30. nóvember næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í Víkurhvarfi 1 í Kópavogi (félagsmiðstöð IOGT) kl. 17:00-19:30. Léttar veitingar í boði.

Ökumaður vörubíls kastaðist út úr bílnum

7. nóvember 2017 | 12:11|

Í gær, 6. nóvember, varð umferðarslys á Hellisheiði. Samkvæmt neðangreindri frétt Mbl.is missti ökumaður vörubíls stjórn á bílnum og kom við það mikið högg á bílinn. Ökumaðurinn kastaðist út úr bílnum farþegamegin en vörubíllinn hélt áfram og lenti á víravegriði sem þarna er. Ökumaðurinn slasaðist og var fluttur á sjúkrahús. Ljóst er að betur hefði farið ef bílbeltin hefðu verið notuð. 

Bestu ökumenn landsins verðlaunaðir

1. október 2017 | 17:26|

Hjördís og Sighvatur langbestu ökumennirnir Íslandsmeistarakeppnin í Ökuleikni á fólksbílum var haldin í dag, sunnudaginn 1. október. Keppnin var fyrst haldin árið 1978 og fagnar því 39 ára afmæli í ár. Keppendur voru 13 og [...]

Íslandsmeistarar í Ökuleikni á rútum og trukkum

30. september 2017 | 17:09|

Í dag fór fram Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni á rútum og trukkum á svæði Eimskips við Sundahöfn í Reykjavík. Fyrst var keppt á stórri rútu frá Austfjarðaleið og lítilli rútu frá SBA, hvort tveggja Benz rútur [...]

Skrá mig í félagið

Gerast félagi í Brautinni

Félagar geta orðið allir þeir sem samþykkja tilgang félagsins og lýsa yfir bindindi á áfengi og önnur fíkniefni. Til þess að njóta réttinda sem félagsmaður þarf viðkomandi að hafa greitt félagsgjald ársins. Félagsmenn styðja við mikilvægt starf félagsins og njóta afsláttarkjara.
Skrá mig í félagið