Aðalfundur 2018
Aðalfundur Brautarinnar - bindindisfélags ökumanna verður haldinn fimmtudaginn 24. maí 2018 kl. 17:00. Fundurinn fer fram í Víkurhvarfi 1, gengið er inn að ofanverðu. Dagskrá fundarins er samkvæmt 4. greinar laga félagsins: Skýrsla stjórnar fyrir síðastliðið starfsár. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar. Reikningsárið er almanaksárið. Stjórnarkjör. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga og einn til [...]
Mikilvæg áminning: „Ekki gera sömu mistök og ég“
Eitt örlagríkt kvöld í ágústmánuði 2008 breyttist líf hinnar þá átján ára gömlu Melissu Ann til frambúðar. Fyrr um kvöldið hafði hún setið að sumbli með vinum sínum og skemmt sér konunglega. Þegar kvöldið var á enda ákvað Melissa að setjast undir stýri og keyra heim. Það reyndust hennar stærstu mistök í lífinu. Hálsbrotnaði illa [...]
Veltibíllinn á bílasýningu Heklu
Í dag, laugardaginn 6. janúar 2018, var haldin bílasýning í Heklu á Laugavegi. Veltibíllinn var á staðnum og fengu 400 gestir að upplifa mikilvægi bílbeltanna. Samstarf Brautarinnar og Heklu nær yfir 20 ár aftur í tímann [...]
Jóladagatal 2017
Í aðdraganda jólanna birtir Brautin - bindindisfélag ökumanna jóladagatal á vefnum, bæði hér á brautin.is og á Facebook síðu félagsins. Hver jólasveinn kom með skilaboð sem tengdust umferðaröryggi og lítil saga fylgdi hverjum. Átakið var [...]
Félagsfundur 30. nóvember
Stjórn Brautarinnar - bindindisfélags ökumanna, boðar til almenns félagsfundar fimmtudaginn 30. nóvember næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í Víkurhvarfi 1 í Kópavogi (félagsmiðstöð IOGT) kl. 17:00-19:30. Léttar veitingar í boði.
Ökumaður vörubíls kastaðist út úr bílnum
Í gær, 6. nóvember, varð umferðarslys á Hellisheiði. Samkvæmt neðangreindri frétt Mbl.is missti ökumaður vörubíls stjórn á bílnum og kom við það mikið högg á bílinn. Ökumaðurinn kastaðist út úr bílnum farþegamegin en vörubíllinn hélt áfram og lenti á víravegriði sem þarna er. Ökumaðurinn slasaðist og var fluttur á sjúkrahús. Ljóst er að betur hefði farið ef bílbeltin hefðu verið notuð.